Stemningin var stórglæsileg á Toyota Open sem haldið var í blíðskapaveðri á Leirdalsvellinum núna á Laugardaginn. Toyota stóð gríðarlega vel að mótinu, verðlaunin voru hin glæsilegustu  og punkturinn yfir i-ið var bíll fyrir holu í höggi á öllum par 3 holum.

Nokkrir voru nálægt því, í eitt skipti skopaði bolti í holu og upp úr og þrír spilarar voru innan við meter frá holu.

Nándarverðlaun

  1. Halldór Sveinsson 1.97 m
  2. Steindór Dan 1.62 m
  3. Elliði Aðalsteinsson 71 cm
  4. Pétur Þ Jóhannesson 1.24 m
  5. Þórður Rafn 57 cm
  6. Sigurður Fannar 25 cm

Þórður Rafn Gissurason vann höggleikinn en hann spilaði á tveimur undir pari vallarins eða á 69 höggum. Í punktakeppninni voru þrír aðilar jafnir í öðru sæti á 40 punktum. Það var hann Gunnar Skúlason sem spilaði best á seinni níu og tók með þeim hætti annað sætið og Ingunn Einarsdóttir hreppti þriðja sætið. Ronnarong Wongmahadthai vann punktakeppnina á 41 punkti. Ronnarong er eingöngu búinn að spila golf í eitt ár og er kominn niður í 15 í forgjöf. Glæsilegur árangur hjá þessum efnilega kylfingi.

Höggleikur

Þórður Rafn Gissurarson       69 högg           (2 undir pari)

Punktakeppni

  1. Ronnarong Wongmahadthai 41 punktur
  2. Gunnar Skúlason             40 punktar      (23 á seinni)
  3. Ingunn Einarsdóttir 40 punktar      (21 á seinni)
  4. Arnar þór Hallsson 40 punktar         (19 á seinni)

Um leið og við óskum öllum vinningshöfum til hamingju, þá þökkum við öllum þeim sem þátt tóku í mótinu ásamt Toyota fyrir að skapa jafn flotta umgjörð og raun bar vitni.