Næsti vinnudagur trjáræktarnefndar á miðvikudaginn kemur, 24. október,
Félagar hvattir til að mæta kl 16:30 við áhaldahúsið.
Ágætu GKG félagar,
Trjáræktarnefnd býður áhugasömum félögum að hjálpa til við nauðsynleg haustverk, t.d. að klippa og rétta tré á vellinum, rótarskera vegna flutnings síðar o.m.fl.
Við ætlum að mæta kl 16:30 við áhaldahúsið á miðvikudaginn í þessari viku og vera að í 2-3 klst.
Golfið næsta sumar verður enn skemmtilegra, ef þið getið bent félögum ykkar á fallegan trjágróður á vellinum og sagst eiga ykkar hlut í honum!
Nefndin