N1 mótið var haldið með pompi og prakt þann 26. júní síðastliðinn.

Stefán Sigfús Stefánsson og Kristján Björgvinsson gerðu sér lítið fyrir og fóru báðir holu í höggi í mótinu. Kristján var fyrri til og setti fallegt högg á 11. beint í holu og er þetta þriðji ásinn sem hann nær á ferlinum. Stefán var nokkrum hollum á eftir og setti sinn ás á sömu holu eða þeirri 11.

Við óskum þeim Kristjáni og Stefáni til hamingju með árangurinn. Á myndinni eru þeir félagar ásamt Hinriki Erni Bjarnasyni framkvæmdastjóra hjá N1 og Eggerti Benedikt Guðmundssyni forstjóra.