Tveir nýjir kennarar hefja störf um áramótin hjá GKG, þeir Gunnlaugur Elsuson PGA golfkennari og Ari Magnússon PGA golfkennaranemi. Sigurpáll sem flytur sig um set verður þó áfram með sína hópa út janúar.
Gunnlaugur Elsuson (Gulli) útskrifaðist sem íþróttafræðingur frá Kennaraháskólanum árið 2005 og útskrifaðist sem PGA golfkennari úr Golfkennaraskóla PGA á Íslandi og GSÍ árið 2008. Gulli er stofnandi og eigandi golfkennari.is og hefur starfað sem golfkennari síðan 2001. Gulli hefur síðastliðinn 8 ár einbeitt sér að einka- og hópkennslu hjá hinum almenna kylfingi og nýtt til þess æfingaaðstöðu Keilismanna í Hraunkoti. Síðastliðin tvö ár hefur Gulli komið mikið að fararstjórn golfferða en hann átti 50% hlut í Icegolf Travel. Gulli er 36 ára gamall og er kvæntur Sigríði Björnsdóttur.
Gulli mun taka við hluta af vetrarnámskeiðinu sem er í gangi hjá Sigurpáli frá og með byrjun febrúar. Í janúar mun hann bjóða uppá einka/parakennslu.
Netfang: gulli@golfkennari.is
Sími: 896 8789
Ari Magnússon lauk B.Sc gráðu í stærðfræði frá University of Arkansas at Monticello, þar sem hann lék einnig með golfliði skólans. Hann hefur lokið einu ári í PGA golfskóla Danmerkur. Samhliða náminu sinnti hann almenningskennslu. Ari hefur mörg undanfarin ár verið aðstoðarleiðbeinandi á æfingum og námskeiðum GKG. Ari sem er 25 ára gamall er uppalinn í GKG og hefur lengi verið einn af afrekskylfingum klúbbsins. Hann hefur leikið og staðið sig vel í mótaröðinni og með unglinga- og karlasveitum klúbbsins.
Ari mun taka við hluta af vetrarnámskeiðinu sem er í gangi hjá Sigurpáli frá og með byrjun febrúar. Í janúar mun hann bjóða upp á hópnámskeið sem og einka/parakennslu.
Netfang: arimgolf@gmail.com
Sími: 867 8411
Við bjóðum Gulla og Ara hjartanlega velkomna til starfa!