Hlutverk markaðs- og fjáröflunarnefndar:

 • Fjallar um stefnu klúbbsins í markaðs- og fjáröflunarmálum sem þjónustustjóri leggur fram. Að lokinni umfjöllun nefndarinnar skal stefnan lögð fyrir stjórn til afgreiðslu.
 • Fjallar um stefnu klúbbsins í ímyndarmálum sem þjónustustjóri leggur fram. Að lokinni umfjöllun nefndarinnar skal stefnan lögð fyrir stjórn til afgreiðslu.
 • Fjallar um stefnu klúbbsins um notkun á vefsíðu og samfélagsmiðlum sem þjónustustjóri leggur fram. Að lokinni umfjöllun nefndarinnar skal stefnan lögð fyrir stjórn til afgreiðslu.
 • Fjallar um stefnu klúbbsins um útleigu á aðstöðu í íþróttamiðstöðinni. Að lokinni umfjöllun nefndarinnar skal stefnan lögð fyrir stjórn til afgreiðslu.
 • Fjallar um stefnu klúbbsins um verslunarrekstur sem þjónustustjóri leggur fram. Að lokinni umfjöllun nefndarinnar skal stefnan lögð fyrir stjórn til afgreiðslu.
 • Fjallar um árlega framkvæmdaáætlun í markaðs- og fjáröflunarmálum sem framkvæmdastjóri og þjónustustjóri leggja fram og fylgist með framgangi hennar.

Markmið markaðsnefndar:

 • Ímynd klúbbsins sé ávallt sem best.
 • Klúbburinn sé ávallt meðal áhugaverðustu samstarfsaðila innan íþróttahreyfingarinnar við fyrirtæki, auglýsendur og styrktaraðila.
 • Golfvellir og önnur útiaðstaða á umráðasvæði klúbbsins og öll aðstaða í íþróttamiðstöðinni sé nýtt til að skapa sem mestar tekjur fyrir klúbbinn en þó ekki á kostnað íþrótta- og félagsstarf á vegum klúbbsins.

Framkvæmdastjóri starfar með markaðsnefnd.

Markaðs- og fjáröflunarnefnd fyrir starfsárið 2017 skipa:

 • Sigmundur Einar Másson (formaður)
 • Sigurður Hlöðversson
 • Lárus Halldórsson
 • Baldvina Snælaugsdóttir
 • Ottó Sigurðsson