Þjónusta í Íþróttamiðstöð GKG

Home/Um GKG/Þjónusta í Íþróttamiðstöð GKG

Í Íþróttamiðstöð GKG er nú þjónusta allt árið umkring.

Veitingasalurinn tekur um 170 manns í sæti og að auki erum við tvö stór fundarherbergi sem leigð eru út.

Í hádeginu býður vertinn, Mulligan, upp á úrvalshádegismat, matseðil vikunnar má finna með því að smella hér.

Hafið samband við Vigni Hlöðversson, veitingastjóra hjá Mulligan varðandi alla þjónustu golfskálanum. Sími hans er 824 2026, netfang vignir@gkg.is. Ýmsir góðir réttir eru í boði auk þess sem hægt er að vera með minni hópa í mat í fundarherbergjunum.

Veitingastaðurinn Mulligan er opin alla daga til klukkan 22:00 á kvöldin yfir sumartímann og opnar 1 kl.st. fyrir mót þegar þau eru á vellinum um helgar.

Í Golfverslun GKG er tekið hlýlega á móti kylfingum. Þar er hægt að kaupa flest það sem þarf til golfiðkunar. Hægt er að panta rástíma og fá nánari upplýsingar í síma 565 7373.

Á neðri hæð Íþróttamiðstöðvarinnar er hægt að slá í net, vippa inn á púttflöt og pútta. Að auki eru fjórir golfhermar af fullkomnustu gerð. Hægt er að bóka tíma í golfhermana í verslun GKG í síma 565 7373.