Við hjá GKG getum boðið fyrirtækjum upp á þá nýbreytni að halda golfmót á veturna fyrir lykilviðskiptavini og/eða starfsfólk.

Dæmi um umgjörð.

  • Byrjað á hádegismat í fundarherbergjum GKG. Starfsfólk GKG fer yfir keppnisskilmála og leikreglur
  • Leiknar eru 9 eða 18 holur á einhverjum af flottustu golfvöllum heims
  • Hægt er að bjóða upp á veitingar á meðan leikið er
  • Eftir golfmótið er hægt að bjóða upp á lúxuskvöldverð eða hammara í veitingasal GKG
  • Starfsfólk GKG tekur saman niðurstöður og kynnir úrslit mótsins

Hafið samband við starfsfólk GKG til að afla nánari upplýsinga í síma 570 7373 eða sendið tölvupóst á gkg@gkg.is