GKG mun aðstoða fyrirtæki við að setja upp glæsilega umgjörð utan um „mini-mót“ á Leirdalsvelli. Skorkort eru forprentuð. Veitingabíll verður innan seilingar. Hægt er að byrja mótið með stuttum fyrirlestri um t.d. leikskipulag í fundarherbergjum GKG og skála fyrir góðu móti. Starfsmenn GKG ræsa í framhaldi hollin út á hefðbundinn máta. Eftir mótið sér starfsfólk GKG um að skrá skor keppenda og búa til stöðutöflu. Hægt er að setja upp allskyns leiki, meðal annars keppni á milli holla og yrði skor skráð á rauntíma, þannig er hægt að fylgjast með stöðunni allar 18 holurnar. Í mini móti getur fjöldi holla verið frá þremur og upp í fimm.