Hjá GKG er einstakt umhverfi til að halda ýmsa fundi eins og til dæmis stefnumótunardag eða eflingu liðsheildarinnar. Fundarherbergin taka allt upp í 30 manns og stóri salurinn tekur 170 manns í sæti. Til að brjóta upp vinnudagana getum við boðið upp á ýmsa afþreyingu á neðri hæðinni okkar þar sem við erum með 9 golfherma og 12 holu púttvöll. PGA kennarar okkar geta sett upp alls kyns leiki, ekki er þörf á því að þátttakendur hafi áður reynt fyrir sér í golfi. Þá er umhverfi golfskálans einstakt og tilvalið til að brjóta upp daginn með útiveru.

Hafið samband við stafsfólk GKG til að afla nánari upplýsinga í síma 570 7373 eða sendið tölvupóst á gkg@gkg.is