Í gær fór fram Uppskeruhátíð barna- og unglingastarfs GKG og lauk þarmeð formlega sumaræfingunum. Frábær mæting var líkt og undanfarin ár, en u.þ.b. 100 krakkar mættu í Stjörnuheimilið í Garðabæ og allmargir foreldrar einnig. Frábær þátttaka á æfingum var í sumar og hefur þátttaka tvöfaldast á þremur árum, en alls voru 240 skráðir á sumaræfingar GKG, auk rúmlega 500 á golfleikjanámskeið sem eru opin öllum. Alls eru rétt um 300 krakkar 15 ára og yngri í GKG og státar félagið af fjölmennasta barna- og unglingastarfi landsins.

Viðurkenningar af ýmsu tagi voru veittar, en að þeim loknum var gætt sér á pizzum og nutu allir góðra veitinga og félagsskapar.

Hér fyrir neðan má sjá upptalningu á verðlaunahöfum, en myndir frá Uppskeruhátíðinni eru komnar inná myndasafn GKG, sem hægt er að skoða með því að smella hér.

Sérstakar viðurkenningar voru veittar fyrir mestar framfarir (mesta forgjafarlækkun milli ára), þeim efnilegustu (mesta bæting í mótum milli ára) og fyrir framúrskarandi árangur. Eftirtaldir hrepptu hnossið að þessu sinni:

Mestu framfarir pilta
Miðað er við mestu hlutfallslegu lækkun forgjafar, en einnig er tekið tillit til hvort leikmaður var að leika í mótum sem og æfingahringjum.

Daníel Ísak Steinarsson
Lækkaði forgjöfina úr: 35,5 í 17 (lækkun um 18,5)

Mestu framfarir stúlkna

Þórhildur Kristín Ásgeirsdóttir
Lækkaði forgjöfina úr: 40 í 23 (-17) 
1. sæti í Áskorendamótaröð GSÍ (stigameistari)

Efnilegastur pilta

Óðinn Þór Ríkharðsson
Lækkaði forgjöfina úr: 10,3 í 6,1 
3.-4. sæti í Arionbankamótaröðinni á Hellu
2. sæti í Arionbankamótaröðinni í GKG
3. sæti í Íslandsmóti unglinga í Grafarholti
2. sæti í Arionbankamótaröðinni í Borgarnesi
3. sæti á stigalista 14 ára og yngri Arionbankamótaraðar

Efnilegust stúlkna

Gunnhildur Kristjánsdóttir
Lækkaði forgjöfina úr 18,2 í 10,2 
4. sæti í Arionbankamótaröðinni í GKG
5.-8. sæti í Íslandsmótinu í holukeppni
2. sæti í Meistaramóti GKG
7. sæti á stigalista Arionbankamótaraðar í flokki 15-16 ára

Framúrskarandi árangur (kylfingur ársins):

Piltar: Ragnar Már Garðarsson
2. sæti í Arionbankamótaröðinni í GKG
1. sæti í Íslandsmóti unglinga í Grafarholti
1. sæti í Arionbankamótaröðinni í Borgarnesi
1. sæti í Meistaramóti GKG
1. sæti á stigalista 15-16 ára Arionbankamótaraðar

Stúlkur: Særós Eva Óskarsdóttir
Lækkaði forgjöfina úr 11 í 7,5 (32%)
3. sæti í Arionbankamótaröðinni á Hellu
3. sæti í Arionbankamótaröðinni í GS
3. sæti í Íslandsmótinu í holukeppni
3. sæti í Íslandsmóti unglinga í Grafarholti
1. sæti í Meistaramóti GKG
3. sæti á stigalista 15-16 ára Arionbankamótaraðar

Eftirtaldir unnu sérstök afrek á árinu:

Íslandsmeistararar:
Ragnar Már Garðarson, Íslandsmeistari í höggleik 15-16 ára
Aron Snær Júlíusson, Egill Ragnar Gunnarsson, Kristófer Orri Þórðarson, Óðinn Þór Ríkharðsson og Sverrir Ólafur Torfason: Íslandsmeistarar í Sveitakeppni drengja 15 ára og yngri.
Hola í höggi:
Daníel Hilmarsson – 8. braut í Oddi
Flosi Valgeir Jakobsson (8 ára) – tvisvar sinnum! Á Spáni og á 4. braut í GKG (Mýrinni).
Vallarmet:
Emil Þór Ragnarsson – 67 högg á gulum teigum í Þorlákshöfn.

Svalamótaröð heildarúrslit 2011

9 ára og yngri drengir        Punktar
1. Rafnar Örn Sigurðarson 72
2. Baldur Einarsson 69
3. Óliver Máni Scheving 61

10-12 ára drengir
1. Magnús Friðrik Helgason 68
2. Páll Hróar Helgason 59
3. Birnir Þór Árnason 58

9 ára og yngri stúlkur
1. Hulda Clara Gestsdóttir 66
2. Eva María Gestsdóttir 52
3. Jóhanna Huld Baldursdóttir 29

10-12 ára stúlkur
1. Anna Júlía Ólafsdóttir 31
2. Helga María Guðmundsdóttir 30
3. Áslaug Sól Sigurðardóttir 23

Alls tók 67 þátt í Svalamótaröðinni í ár og fengu allir medalíu fyrir að taka þátt, auk þess sem Svali gaf teiggjafir í hverju móti. Einnig voru bíómiðar frá Laugarásbíó og inneign á boltakortið í GKG í verðlaun í hverju móti.

Unglingamótaröð GKG: heildarúrslit 2011

Strákar 14 ára og yngri
1. Bragi Aðalsteinsson  114
2. Óðinn Þór Ríkharðsson 114
3. Eysteinn Orri Matthíasson 107
36 punktar á 4. hring gefa Braga 1. sætið

Strákar 15-18 ára
1. Orri Guðlaugur Jónsson  108
2. Sindri Sigurður Jónsson 105
3. Gunnar Gunnarsson  104

Stelpur 14 ára og yngri
1. Bergrós Fríða Jónasdóttir 117
2. Freydís Eiríksdóttir  106
3. Elísabet Ágústsdóttir  101

Stelpur 15-18 ára
1. Særós Eva Óskarsdóttir  111
2. Helena Kristín Brynjólfsdóttir  108
3. Gunnhildur Kristjánsdóttir  100

Golfbúðin í Hafnarfirði gaf 10.000 inneign fyrir fyrsta sæti í hverjum flokki. Fyrir annað sætið var 7.500 kr. inneign í golfverslun GKG og fyrir þriðja sæti var 5.000 kr. inneign á boltakortið á æfingasvæði GKG.

Verðlaunahafar sem komust ekki í gær geta nálgast verðlaun sín á skrifstofutíma í golfskála GKG.

Þjálfarar og Íþróttanefnd GKG óska verðlaunahöfum til hamingju og þakka öllum fyrir skemmtilegt sumar. Minnum á skráningu á vetraræfingar GKG, en þær hefjast í Kórnum 14. nóvember. Hægt er að nálgast skráningarformið með því að smella hér.

Úlfar Jónsson
Íþróttastjóri GKG