Uppskeruhátíð barna- og unglingastarfs GKG fór fram í gær

Home/Fréttir/Fréttir af unglingastarfi/Uppskeruhátíð barna- og unglingastarfs GKG fór fram í gær

Uppskeruhátíð barna- og unglingastarfs GKG fór fram í gær

Í gær lauk sumar- og haustæfingum GKG og af því tilefni var haldin uppskeruhátíð þar sem veitt voru verðlaun fyrir bestan árangur í sumar í Floridana og Kristals mótaröðunum, sem og veittar viðurkenningar fyrir helstu afrek sumarsins.

Um 150 börn og aðstandendur komu á hátíðina og var salurinn þétt setinn og áttum við góða stund saman. Boðið var upp á pizzur og drykki. 

Eftirfarandi kylfingar hlutu viðurkenningar:

Mestu framfarir:
Tekið er tillit til hvort leikið var í mótum eða æfingahringjum. Meira vægi er sett á lækkanir í mótum sem og árangur í mótum.

Fremst fv: Guðjón og Markús, Gunnhildur og Karen, Sigurður og Hulda

Drengir: Guðjón Frans Halldórsson
Lækkaði forgjöfina úr 19,6 í 8 eða um 11,6 eða 59%
Er með 49 skráða forgjafarhringi og keppti með góðum árangri í Íslandsbankamótaröð GSÍ, Kristals mótaröðinni, Meistaramótinu ofl.
Sigraði í sínum flokki í Meistaramóti GKG

Stúlkur: Gunnhildur Hekla Gunnarsdóttir
Lækkaði forgjöfina úr 33,5 í 15,9 eða um 17,6 eða rúmlega helming 53%
Sigraði í sínum flokki í Kristals mótaröðinni

Efnilegust: (mesta bæting í mótum milli ára):
Drengir: Markús Marelsson
Lækkaði forgjöfina úr 12,5 í 6,1 eða um ca. helming
Sigraði á þremur mótum í Íslandsbankamótaröðinni.
Varð Íslandsmeistari í holukeppni 14 ára og yngri og loks stigameistari í flokki 14 ára og yngri

Stúlkur: Karen Lind Stefánsdóttir
Lækkaði forgjöfina úr 25,6 í 11 eða um rúmlega helming -57%
Náði best 4. sæti í Íslandsbankamótaröðinni.
Sigraði í sínum flokki í Meistaramóti GKG
Hefur sýnt mikinn dugnað undanfarin ár, er alltaf jákvæð og metnaðarfull til að bæta sig.

Verðlaun fyrir framúrskarandi árangur (kylfingur ársins):
Piltar: Sigurður Arnar Garðarsson
Varð Íslandsmeistari í höggleik 17-18 ára
Er kominn með +2,2 í forgjöf sem er með því lægsta á landinu.
Sigraði á sterku alþjóðlegu unglingamóti í byrjun árs sem var hans fimmti alþjóðlegi sigur.
Mun keppa með A sveit GKG á Evrópumóti klúbbliða í lok október

Stúlkur: Hulda Clara Gestsdóttir
Hulda Clara er okkar fremsti kvenkylfingur í GKG og meðal þeirra bestu á landinu.
Hún er komin með +0,5 í forgjöf sem er meðal því allra lægsta hjá konum á Íslandi.
Valin í kvennalandsliðið sem keppti á EM kvenna á Ítalíu.
Mun keppa með A sveit GKG á Evrópumóti klúbbliða í byrjun október

Hægt er að skoða lista yfir þau sem hlotið hafa viðurkenningar GKG hér.

Veittar voru viðurkenningar til allra sem náðu Íslandsmeistaratitlum einstaklinga og með liðum:

Íslandsmeistari í holukeppni 14 ára og yngri

Íslands- og stigameistarar, frá vinstri: Markús, Gunnlaugur, Árný, Eva, Hulda, Sigurður. Á myndina vantar Jón Gunnarsson og Maríu Björk Pálsdóttur.

Markús Marelsson

Íslandsmeistari í höggleik 14 ára og yngri
Gunnlaugur Árni Sveinsson

Íslandsmeistari í holukeppni og höggleik 15-16 ára stúlkna
Eva María Gestsdóttir

Íslandsmeistari í höggleik 17-18 ára pilta
Sigurður Arnar Garðarsson

Íslandsmeistarar golfklúbba í 1. deild (liðsmenn 18 ára og yngri)
Karlasveit: Jón og Sigurður Arnar
Kvennasveit. Eva María, Árný Eik, María Björk, Hulda Clara

Stigameistarar:
Markús Marelsson 14 ára og yngri
Jón Gunnarsson 17-18 ára

 

Veitt voru verðlaun fyrir mótaraðir sumarsins, Floridana mótaröð byrjenda og Kristals mótaröð unglinga. Hér fyrir neðan er hægt að sjá hverjir náðu verðlaunasætum og einnig árangur allra í mótunum. Þau sem náðu ekki að taka við verðlaunum í gær geta vitjað þeirra á skrifstofutíma á skrifstofu GKG.

Í Floridana mótaröð 16 ára og yngri byrjenda var leikið í fimm mótum í sumar og í sex mótum í Kristals mótaröðinni. Alls tóku í 67 þátt Floridana mótaröðinni og 52 sem tóku þátt í Kristals mótaröðinni. Veitt var medalía fyrir þátttöku í a.m.k. einu móti í Floridana mótaröðinni.

Þátttakendur í Floridana mótaröðinniÍ hvorri mótaröð þurfti að klára þrjú mót til að taka þátt í heildarkeppninni. Hér fyrir neðan má sjá verðlaunasætin í hvorri mótaröð fyrir sig en einnig er hægt að smella á viðeigandi krækjur til að sjá árangur allra keppenda. 

Við óskum öllum verðlaunahöfum innilega til hamingju með árangur, og þökkum öllum þátttakendum og aðstandendum fyrir mjög ánægjulegt sumar. Vetraræfingarnar hefjast síðan 11. nóvember og er hægt að sjá upplýsingar og skráningu hér

Heildarúrslit Floridana – punktakeppni
Heildarúrslit Kristals – punktakeppni
Heildarúrslit Kristals – höggleikur

Arnar Már afreksþjálfari og Úlfar íþróttastjóri afhentu verðlaunin. Nýjir þjálfarar voru kynntir á hátíðinni en Ástrós Arnarsdóttir og Andrés Davíðsson bætast við í þjálfarateymi GKG, Ástrós strax í nóvember en Andrés um áramótin. Það er virkilega ánægjulegt að fá þau til starfa og munu þau þjálfa allt frá yngri flokkunum upp í keppnis/afrekshópa.

Hlökkum til að sjá ykkur á æfingum vetur!

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hluti þátttakenda í Floridana mótaröðinni

Verðlaunahafar í Floridana mótaröðinni: Fv Lovísa, Elísabet, Eva Fanney, Óttar, Viktor Axel, Snorri, Vilhjálmur, Ívar, Styrmir, Guðmundur, Daníel Orri

Verðlaunahafar í Kristals mótaröðinni: Fv Dagur Fannar, Jón Þór, Gunnhildur, Karen, Markús, Gunnlaugur, Pálmi