Í gær fór fram uppskeruhátíð barna- og unglingastarfs GKG og var hún haldin með öðru sniði en undanfarin ár. Að þessu sinni voru spilaðar 9 holur í Mýrinni á undan verðlaunaafhendingunni, með Texas scramble fyrirkomulagi. Veðrið lék við okkur og kom líklega með betri dögum ársins, þannig að allir nutu sín vel á vellinum.
Að loknu mótinu komu allir inn í litla skálann okkar og þar var heldur betur þröngt á þingi en góð stemmning. Veitt voru verðlaun fyrir Mix og V Sport mótaraðir, en auk þess voru veitt sérstakar viðurkenningar fyrir mestu framfarir, efnilegustu og kylfinga ársins. Boðið var uppá pizzur casino online fyrir alla. Hægt er að vitja verðlauna í golfskálann ef einhver komst ekki í gær.
Myndir af hátíðinni er hægt að skoða hér á facebook síðu barna og unglingastarfsins.
Hér er hægt að skoða heildarúrslit í Mix og V Sport mótaröðunum: Mix og V Sport heildarúrslit 2013.
Viðurkenningar fyrir sérstök afrek 2013:
Mestu framfarir: (mesta lækkun fgj. með tilliti til æfingahringja og móta)
Egill Ragnar Gunnarsson
Herdís Lilja Þórðardóttir
Efnilegust (mesta bæting í mótum milli ára):
Kristófer Orri Þórðarson
Hulda Clara Gestsdóttir
Verðlaun fyrir framúrskarandi árangur (kylfingur ársins):
Aron Snær Júlíusson
Gunnhildur Kristjánsdóttir
Við óskum verðlaunahöfum til hamingju og þökkum iðkendum og aðstandendum kærlega fyrir tímabilið sem er að líða og minnum á að vetraræfingar hefjast 11. nóvember. Opnað verður fyrir skráningar á næstu dögum og verða send út skilaboð þess efnis.
Bestu kveðjur f.h. þjálfara,
Úlfar Jónsson
Íþróttastjóri GKG