Í gær lauk sterku unglingamóti í Ungverjalandi, European Young Masters, og voru 4 keppendur frá Íslandi, þ.á.m. Aron Snær Júlíusson úr GKG. Mótið er fyrir leikmenn yngri en 16 ára, og hafa margir af sterkustu atvinnumönnum heims í dag, leikið á þessu móti, t.a.m. Sergio Garcia, sem sigraði á þessu móti fyrir u.þ.b. 15 árum síðan.
Þetta er í fyrsta skipti sem þessi hópur keppir fyrir Íslands hönd, og er um mikilvæga reynslu fyrir þau að ræða, sem nýtist þeim í næstu verkefnum.
Hér fyrir neðan má sjá árangur okkar keppenda, en nánari upplýsingar um úrslit og mótið sjálft er að finna hér.