Fyrsta öldungamót ársins í golfhermum GKG var haldið föstudaginn 4. janúar en alls verða spiluð fjögur mót fram að vori. Þátttakan var góð en 18 öldungar mættu til leiks og var það ánægjuefni að meðal þeirra voru fjórar konur.

Í fyrsta sæti var Þorsteinn S Ásmundsson á 48 punktum, í öðru sæti var Óskar Kim einum punkti á eftir Þorsteini eða 47 punktum. Einum punkti á eftir Óskari var svo Ólafur B. Björnsson á 46 punktum í þriðja sæti. Önnur úrslit má sjá á töflunni hér að neðan.

Næsta mót verður haldið föstudaginn 1. Febrúar.

Öldunganefndin