Í gær lauk 4. og seinasta móti sumarsins í Mix mótaröð barna og unglinga, en þessi mótaröð er hugsuð fyrir þau sem eru að stíga fyrstu skrefin á golfvellinum.
Þátttakan var mjög góð, en alls kepptu 42 krakkar í hinu þokkalegasta veðri og höfðu gaman af.
Úrslit má sjá hér fyrir neðan, en heildarúrslit eru að finna á golf.is
Vinningar voru í öllum flokkum:
1. sæti 1 bíómiði og 7 æfingafötur
2. sæti 1 bíómiði og 5 æfingafötur
3. sæti 1 bíómiði og 3 æfingafötur
Allir fengu Mix eða Flóridana í teiggjöf, auk 3 æfingafata.
Við þökkum öllum fyrir þátttökuna í mótunum í sumar, og óskum vinningshöfum til hamingju. Undir lok september verður sérstök uppskeruhátíð barna- og unglingastarfsins, þar sem veitt verða verðlaun fyrir besta heildarárangurinn í Mix og Kristals mótunum, auk annara viðurkenninga.
Úrslit Mix mótaröð nr. 4
Drengir 13-16 ára Punktar
1 Róbert Helgi Engilbertsson * 15
2 Styrmir Máni Arnarsson * 12
Strákar 9 ára og yngri Punktar
1 Magnús Skúli Magnússon * 15
2 Guðmundur Snær Elíasson 3
3 Veigar Már Brynjarsson 2
Strákar 10-12 ára Punktar
1 Daníel Finnsson 18
2 Hjalti Hlíðberg Jónasson * 18
3 Egill Þór Beck * 18
Stúlkur 10-12 ára Punktar
1 Marta Ellertsdóttir * 18
2 Telma Ellertsdóttir * 16
3 Katla Björg Sigurjónsdóttir * 14
Stúlkur 9 ára og yngri Punktar
1 Snæfríður Ásta Jónasdóttir 0
Stúlkur 13-16 ára Punktar
1 Árný Eik Dagsdóttir * 18
2 Hafdís Ósk Hrannarsdóttir * 16
3 Diljá Pétursdóttir 9