Einn af föstum liðum gamlársdags er hið skemmtilega Áramót GKG. Þátttakan í þetta sinn var enda góð og mikill stemmari í baráttunni um verðlaunasætin. Það var hann Guðjón Frans Halldórsson sem sigraði mótið á 24 punktum, annað sætið tók Randver Ármannsson með 23 punkta og svo voru það hvorki færri né fleiri en þrír flottir golfara sem slógust um þriðja sætið, Atli Ágústsson, Pétur Már Finnsson og Vignir Hlöðversson, allir með 22 punkta. Eftir hlutkesti var það Pétur sem tók verðlaunin.

 

Við óskum Guðjóni Frans og öðrum verðlaunahöfum Áramótsins til hamingju með sigurinn.