Fjáröflununarpúttmót til styrktar ferðasjóði afreks og keppnishópum unglinga í GKG var haldið í Kórnum á Laugardaginn. Þar skráðu 30 manns sig til leiks. 1 fyrsta sæti varð Kristórfer Orri Þórðarson og fór hann á 24 höggum -12 undir pari. Hann hlýtur að launum gjafabréf að upphæð 7.000 krónur í Hole in One. Í öðru sæti til þriðja sæti varð Lórenz Þorgeirsson og fór hann á 25 höggum, hann hlýtur að launum 5.000 króna gjafabréf í Lyf og Heilsu. Máni Geir Einarsson spilaði hringinn einnig á 25 höggum og fær að launum 5.000 króna boltakort hjá GKG.
Aukavinningur var dreginn úr skorkortunum og hlýtur hann Hlíf Erlingsdóttir og fær hún boltakort að upphæð 5.000 hjá GKG
Fjáröflunarnefndin þakkar öllum þeim sem tóku þátt kærlega fyrir stuðninginn. Það söfnuðust 31.000 krónur og fer það beint í ferðasjóðinn.