Í gær fór fram fyrsta mótið í V-Sport Unglingamótaröð GKG. Eftir rigningu í morgunsárið kom einn besti dagur sumarsins og yfir 50 keppendur nutu þess að leika Leirdalsvöllinn, og náðu mörg hver mjög góðum árangri og lækkun í forgjöf. Óðinn Þór Ríkharðsson gerði sér litið fyrir og náði draumahögginu, fór holu í höggi á 17. braut!
Hér fyrir neðan má sjá úrslit í öllum flokkum, en árangur allra er að finna á www.golf.is
Unglingamótaröð GKG – Strákar 15-18 ára
Punktar
1 Egill Ragnar Gunnarsson 40
2 Ragnar Áki Ragnarsson 39
3 Björn Leví Valgeirsson 39
Ragnar var með betri árangur á seinni 9
Besta skor án forgjafar
1 Egill Ragnar Gunnarsson 73
Unglingamótaröð GKG – Strákar 14 ára og yngri
Punktar
1 Almar Viðarsson 40
2 Róbert Þrastarson 40
3 Sigurður Arnar Garðarsson 39
4 Magnús Friðrik Helgason 39
Almar var með betri árangur á seinni 9
Sigurður var með betri árangur á seinni 9
Besta skor án forgjafar
1 Sigurður Arnar Garðarsson 74
Unglingamótaröð GKG – Stelpur 14 ára og yngri
Punktar
1 Margrét Einarsdóttir 38
2 Íris Mjöll Jóhannesdóttir 34
3 Nína Lovísa Ragnarsdóttir 31
Besta skor án forgjafar
1 Nína Lovísa Ragnarsdóttir 112
Unglingamótaröð GKG – Stelpur 15-18 ára
Punktar
1 Særós Eva Óskarsdóttir 42
2 Gunnhildur Kristjánsdóttir 39
3 Helena Kristín Brynjólfsdóttir 35
Besta skor án forgjafar
1 Særós Eva Óskarsdóttir 76
Allir keppendur fengu 3 æfingafötur í teiggjöf.
Verðlaun í öllum flokkum voru eftirfarandi:
- sæti: Tveir bíómiðar í Laugarásbíó og 10 æfingafötur
- sæti: Tveir bíómiðar í Laugarásbíó og 7 æfingafötur
- sæti: Tveir bíómiðar í Laugarásbíó og 5 æfingafötur
Verðlaun fyrir besta skor án forgjafar í öllum flokkum: Einn bíómiði í Laugarásbíó
Verðlaunahafar geta nálgast verðlaun sín í golfverslun GKG.
Við þökkum öllum fyrir þátttökuna og minnum á næsta mót sem fer fram 20. júní, SKRÁNINGU LÝKUR 18. JÚNÍ.
Ath. V-Sport Unglingamótaröðin er ætluð þeim sem eru orðin vön að spila Leirdalsvöllinn. Byrjendum og þeim sem ekki eru komin með forgjöf er bent á Mix-mótaröð GKG fyrir 12 ára og yngri, en fyrsta mótið fer fram í Mýrinni 20. júní, og lýkur skráningu 18. júní.