Fyrsta mót ársins, N1 mótið, fór fram s.l. laugardag í Trackman hermunum í GKG og tóku 25 kylfingar þátt. 

Leiknar voru 9 holur, þ.e. holur 10-18 á Pebble Beach.

 

Keppnisfyrirkomulag var punktakeppni með grunnforgjöf leikmanns, hámark 36/2.

 

Verðlaun voru veitt fyrir þrjú efstu sætin.

1. sæti: Kennsla í Trackman 30 mín m. PGA kennara og glaðningur frá N1

2. sæti: 2×30 mín í Trackman golfhermi og glaðningur frá N1

3. sæti: 1×30 mín í Trackman golfhermi og glaðningur frá N1

Verðlaunahafar voru:

1. Sverrir Magnússon=21 punktar
2. Aðalsteinn Halldórsson= 20 punktar
3. Aðalsteinn Júlíusson= 18 punktar

Hægt er að vitja vinninga í golfverslun GKG.

Við þökkum öllum kærlega fyrir þátttökuna og óskum verðlaunahöfum til hamingju með árangurinn.