Í vetur hafa farið fram púttmót barna og unglinga í GKG annan hvern laugardag frá áramótum. Á laugardag fór fram seinasta púttmótið og mættu 29 ungir kylfingar til leiks. Mótsstjórar voru Úlfar, Derrick, Haukur Már og Emil Þór.

Í heildarkeppninni töldu 5 bestu hringirnir, og var mjótt á mununum í mörgum flokkum þegar upp var staðið.

Úrslit vinningssæta í öllum flokkum voru eftirfarandi:

12 ára og yngri stelpur

1. Eva María Gestsdóttir 148
2. Hulda Clara Gestsdóttir 151
3. Telma Ellertsdóttir 158

12 ára og yngri strákar
1. Sigurður Arnar Garðarsson 128
2. Róbert Leó Arnórsson 145
3. Óliver Máni Scheving 148

13 – 15 ára stúlkur
1. Herdís Lilja Þórðardóttir 149
2. Alma Rún Ragnarsdóttir 158
3. Anna Júlía Ólafsdóttir 160

13 – 15 ára strákar
1. Bragi Aðalsteinsson 133
2. Róbert Þrastarson 138
3. Sólon Baldvin Baldvinsson 144

16 – 18 ára piltar
1. Kristófer Orri Þórðarson 132
2. Jóel Gauti Bjarkason 136
3. Gunnar Blöndahl 139

Verðlaunaafhending fór fram strax eftir að keppni var lokið. Í fyrsta sæti var gjafabréf í golfverslun GKG uppá kr. 5.000 og níu æfingafötur á æfingasvæði GKG, auk þriggja Titleist ProV1 reynslubolta. Fyrir annað sæti var gjafabréf í golfverslun GKG uppá kr. 3.000, níu æfingafötur á æfingasvæði GKG og þrír Titleist ProV1 reynsluboltar. Fyrir þriðja sæti var gjafabréf í golfverslun GKG uppá kr. 2.000, níu æfingafötur á æfingasvæði GKG og þrír Titleist ProV1 reynsluboltar. Sérstaka viðurkenningu fengu eftirfarandi kylfingar fyrir mætingu á öll mótin í vetur (Titleist ProV1 reynslubolti): Herdís Lilja Þórðardóttir, Telma Ellertsdóttir, Marta Ellertsdóttir; Óliver Máni Scheving, Bragi Aðalsteinsson og Sindri Snær Kristófersson.

Að lokinni verðlaunaafhendingu var boðið upp á gos og nammi.

Heildarúrslit eru að finna hér. Nokkrar myndir eru á facebook síðunni.

Ósótta vinninga er hægt að vitja uppí klúbbhús.

Við óskum vinningshöfum til hamingju með árangurinn og þökkum öllum fyrir skemmtilega keppni og góða mætingu í vetur.

Við gerum ráð fyrir að vera með æfingar áfram í Kórnum út vikuna, en komast síðan á æfingasvæði GKG mánudaginn 5. maí. Æfingataflan helst óbreytt.

Sumaræfingataflan verður send út í vikunni og skráningar opnaðar, en sumaræfingar (með nýrri æfingatöflu) hefjast 10. júní.