Það var góð þátttaka, skemmtileg stemming og hörku barátta í 9 holu sunnudags-hermamótinu í gær. Að endingu var það hann Dofri Þórðarson sem landaði fyrsta sætinu á 24 punktum, Björgvin Gestsson tók annað sætið á 22 punktum og Marteinn Sverrisson lenti í því þriðja, líka með 22 punkta en örlítið lakari stöðu á þremur síðustu holunum.

Við óskum óskum verðlaunahöfunum til hamingju með sigurinn og minnum á næsta sunnudagsmót 17. mars., það verður auglýst nánar síðar.