Þriðja mótinu lauk í dag í púttmótaröð barna og unglinga GKG, en mótin eru leikin annan hvern laugardag. Þátttakan var mjög flott, en 39 krakkar tóku þátt. Alls verða 9 mót í vetur, og telja bestu 4 mótin í heildarkeppninni, en veitt verða einnig verðlaun fyrir bestu mætinguna. Hægt er að sjá árangur þriggja bestu í hverjum flokki hér fyrir neðan, en til að sjá úrslit allra keppenda smellið hér. Ef þið sjáið einhverjar rangfærslur þá sendið póst á ulfar@gkg.is
Við þökkum öllum fyrir þátttökuna og minnum á næsta mót sem fer fram laugardaginn 20. febrúar í Kórnum. Hægt er að hefja leik milli 11-12:45 og er þátttaka ávallt ókeypis. Það er líka sjálfsagt að bjóða vini/vinkonu með og prófa að taka pútthring.
12 ára og yngri stelpur 04 og síðar 6.feb
Bjarney Ósk 32
Sigríður Embla 36
Ragna Björk 37
12 ára og yngri strákar 04 og síðar 6.feb
Róbert Leó 27
Jóhannes Sturluson 30
Arnar Geir 30
Óliver Elís 30
13-16 ára stelpur 03-00 6.feb
Hulda Clara 27
Herdís Lilja 28
Karen Sif 30
María Björk 30
13-16 ára strákar 03-00 6.feb
Flosi 24
Jón Þór 25
Sindri Snær 25
17 ára og eldri strákar 99 og fyrr 6.feb
Kristófer Orri 22
Jóel Gauti 30
Gunnar Blöndahl 30
Róbert Þrastarson 30