Annað mótið af níu í púttmótaröð barna og unglinga í GKG fór fram í Kórnum á laugardag. Þátttakan var mjög góð og nú mættu 51 til að pútta.
Þátttaka er ókeypis og hvetjum við alla til að mæta í næstu mót. Mótin fara fram á tveggja vikna fresti og verður því næsta mótið 9. febrúar.
Margir náðu mjög góðu skori, enginn þó betra en Ásbjörn Jónsson sem var á 21 pútti, sem þýðir að hann þurfti aðeins að tvípútta þrisvar sinnum á 18 holum! Hér fyrir neðan má sjá árangur þeirra er náðu lægsta skorinu í hverjum flokki, en heildarúrslit má sjá hér.
12 ára og yngri strákar 26.jan
Róbert Þrastarson 27
13 – 15 ára stúlkur 26.jan
Elísabet Ágústsdóttir 29
13 – 15 ára strákar 26.jan
Magnús Friðrik Helgason 25
16 – 18 ára piltar 26.jan
Ásbjörn Freyr Jónsson 21
16 – 18 ára stúlkur 26.jan
Særós Eva Óskarsdóttir 25