Í púttmóti dagsins var ákveðið að hafa sem flestar holur stuttar til að bjóða uppá lágt skor, en þar á móti var 18. holan höfð sem lengst eða 12 metra pútt.
Alls mættu 30 kylfingar í 4. púttmótið. Nú eru 6 púttmót eftir, þannig að það er enþá hægt að keppa um sigur í heildarkeppninni (þar sem 4 bestu hringirnir telja).
Það var gaman að sjá hversu margir ungir kylfingar komu að æfa sig, með foreldrum sínum. Emanúel Anton sem er 5 ára kom og spjallaði við mig, hann hafði verið að æfa sig að slá á mottu með pútter. Emanúel Anton sagðist vera að prufa golf í fyrsta skipti og fannst alveg rosalega gaman. Pabbi hans hefði gefið honum golfsett í afmælisgjöf og honum langaði að geta slegið langt eins og pabbi sinn.
Valur Þórarinsson kom snemma inn á 23 högg eða 13 undir pari sem forystusauður. Sæmundur Melstað kom einnig inn á 23 höggum og jafnaði því við Val, eftir að hafa skoðað seinni 9 holur þá var það Sæmundur sem hafði betur á 11 höggum gegn 13 höggunum hans Vals.
Fyrstu þrjú sætin skipuðu:
- Sæmundur Melstað 23 högg
- Valur Þórarinsson 23 högg
- Þorsteinn Þórsson 24 högg
Verðlaunahafar geta nálgast verðlaun sín á skrifstofu GKG til Guðrúnar milli 8-16 virka daga. Úrslit allra keppenda í 4. móti má sjá hér og heildarstöðu eftir 4 mót af 10 má sjá hér.
Fyrir hönd Afrekshóps GKG þakka ég fyrir þátttökuna og sjáumst næstu helgi.
Alfreð Kristinsson