Púttmóti nr. 2 í Púttmótaröð GKG lauk á sunnudag í Kórnum, alls mættu 32 kylfingar í mótið.
Sigur úr býtum bar Gunnar Karl Karlsson, en hann fór hringinn á 26 höggum (-8). Í öðru sæti var sigurvegari fyrsta mótsins, Emil Þór Ragnarsson á 27 höggum. Í þriðja sæti voru þau jöfn Sigurður Ólafsson og María Guðnadóttir, en betri árangur á seinustu holunum skilaði Sigga smið 3. sætið.
Verðlaun fyrir þrjú efstu sætin voru eftirfarandi, og er hægt að sækja þau til Guðrúnar í golfskála GKG, frá 8-16 virka daga.
- Boltakort á æfingasvæði GKG að verðmæti kr. 5.000
- Boltakort á æfingasvæði GKG að verðmæti kr. 3.000
- Bíómiðar fyrir tvo í Laugarásbíó
Glæsilegar ostakörfur frá MS eru í verðlaun fyrir samanlagðan árangur úr 4 bestu mótunum, fyrir 3 efstu sætin.
Úrslit allra keppenda má sjá hér.
Afrekskylfingar GKG þakka stuðninginn, minnum á næsta mót á sunnudag.