Þriðja mótinu í Púttmótaröð GKG lauk í gær sunnudag 27. febrúar. Heildarfjöldi þátttakenda var 27. Mótið fór hratt af stað, en púttflötin fylltist strax upp úr hádegi. Emil Þór Ragnarsson kom snemma í hús á 29 höggum, sem leit lengi nokkuð vel út en honum var velt af stalli af Helga Róbert Þórissyni, sem hafði betur á seinni 9 holunum. Hann stóð þó ekki lengi á toppnum þar sem Þórhallur Arnar Vilbergsson skilaði inn hring upp á 28 högg örfáum mínútum síðar. Það skor var síðan jafnað af Gunnari Karli Karlssyni, með nákvæmlega eins seinni níu, holu fyrir holu. Þurfti því að grípa til hlutkestis til að skera úr um hvor yrði framar og hafði Þórhallur heppnina með sér. Undir lokin skilaði svo Þorsteinn Reynir Þórsson, frjálsíþróttakempa, inn glæsilegum hring uppá 27 högg, sem nægði til sigurs. Í þriðja sæti var Gunnar Karl Karlsson, en hann sigraði í móti nr. tvö.
Hér má sjá úrslit þriggja efstu en heildarúrslit má sjá með því að smella hér.
Verðlaunahafar geta nálgast verðlaun sín á skrifstofu GKG hjá Guðrúnu milli 8-16 virka daga.

  1. Þorsteinn R. Þórsson 27 pútt
  2. Þórhallur Arnar Vilbergsson 28 pútt
  3. Gunnar Karl Karlsson 28 pútt

Afrekskylfingar GKG þakka stuðninginn og minna á næsta mót á sunnudag.