Á þessu árstíma er allra veðra von eins og sást nú í morgun þar sem völlurinn var hrímaður og sólin ekki nægilega sterk snemma morguns til að bræða af vellinum.
Við svona aðstæður eru vellirnir lokaðir þar til hrímið er farið af grasinu og biðjum við kylfinga að virða það, þetta er mjög mikilvægt fyrir grasplöntuna að ekki sé gengið á henni á meðan hún er frosin.
Við munum halda meðlimum okkar upplýstum um lokanir og þess háttar bæði á Facebook og heimasíðunni okkar.

Einnig er vert að minna kylfinga á að ganga vel um vellina og laga eftir sig kylfu og boltaför þar sem sár gróa ekki að sjálfusér á þessum árstíma.

Kveðja
Vallarstjóri