Mýrin – Staðarreglur

Home/Vellirnir/Mýrin – Staðarreglur

Út af (Out of Bounds (Regla 27):
Vallarmörk eru girðingar umhverfis völlinn og hvítar stikur, Vetrarbraut og Vífilsstaðarvegur.
Golfskálinn , pallar og stétt við skálann eru út af.
Þegar 1. braut er leikin er svæðið hægra megin við hvítu stikurnar út af.
Þegar 7. braut er leikin er svæðið hægra megin við hvítu stikurnar út af.

Bætt lega:
Steinar í glompum eru hreyfanlegar hindranir.(Regla 24-1)
Eftirtaldir hlutir eru óhreyfanlegar hindranir (Regla 24-2) – (Vítislaus lausn)

[checklist]
  • Jarðfastir steinar á snöggslegnu svæði á leið.
  • Ofanáliggjandi vatnslagnir.
  • Vatnskranar og vökvunarbúnaður.
  • Trébekkir, ruslafötur og kúluþvottavélar.
  • Fjarlægðarhælar.
  • Hvítar stikur sem merkja vallarmörk þegar aðrar brautir eru leiknar.
[/checklist]

Samskeyti skorinna grasþakna á leið (en ekki þökurnar sjálfar) teljast grund í aðgerð. En truflun vegna samskeytanna á stöðu leikmannsins telst ekki sem slík truflun samkvæmt reglu 25-1. Liggi boltinn í eða snerti samskeytin, eða þau trufla fyrirhugað sveiflusvið, fæst lausn samkvæmt reglu 25-1. Öll samskeyti innan svæðis skorinna grasþakna teljast hluti sömu samskeytanna.

Verndun trjáa:
Taka verður lausn frá gróðursettum trjám sem eru innan við kylfulengd á hæð. Ef slíkt tré truflar stöðu leikmanns eða fyrirhugað sveiflusvið verður að lyfta boltanum, vítalaust, og láta falla í samræmi við aðferðina sem tilgreind er í reglu 24-2b (Óhreyfanleg hindrun).
Boltann má hreinsa þegar honum er lyft samkvæmt þessari staðarreglu.
Undantekning: Leikmanni er ekki heimil lausn samkvæmt þessari staðarreglu ef: (a) greinilega er óskynsamlegt af honum að greiða högg vegna einhverrar annarrar truflunar en trésins, eða (b) truflun vegna trésins kæmi aðeins fyrir við óeðlilega stöðu, sveiflu eða leikátt að nauðsynjalausu.

Tæki til að mæla fjarlægð:
Við leik á vellinum má leikmaður afla sér upplýsinga um fjarlægð með því að nota tæki sem mælir fjarlægð aðeins. Ef, á meðan fyrirskipuð umferð er leikin, leikmaður notar tæki sem er hannað til að mæla eða meta aðrar ðstæður em gætu haft áhrif á leik hans (s.s. halla, vindhraða, hitastig, o.s.frv.) er leikmaðurinn brotlegur við reglu 14-3 en víti fyrir það er frávísun, án tillits til hvort slík viðbótar-hlutverk tækisins voru hagnýtt í raun.

Leikhraði og truflun:
Leikmaður og kylfuberi hans skulu tryggja að rafeindatæki, svo sem GSM símar, sem þeir nota valdi ekki truflun á leik. Hér er átt við bæði hljóð (hringingar) og tafir á leik (símtöl) (regla 6.7)

Nái leikmenn ekki að halda uppi eðlilegum hraða er eftirlitsmanni klúbbsins heimilt að krefjast þess, eftir viðvörun að leikmenn hætti leik um þá holu sem þeir eru að leika og taki upp leik á næstu eða þar næstu holu til að koma á eðlilegu flæði á vellinum.

Leikmenn skulu ætíð gæta stillingar við leik á golfvellinum og forðast háreysti. Eftirlitsmanni klúbbsins er heimilt að stoppa leik og vísa leikmönnum af vellinum eftir eina aðvörun. Slík tilvik skulu jafn framt tilkynnt til aganefndar.

Víti fyrir brot á staðarreglu: Holukeppni – holutap. Höggleikur – tvö högg.
Að öðru leyti skal leika eftir reglum “Rules of golf as approved by R&A Rules Limited and The United states Golf Association”