Út af (Out of Bounds (Regla 27):

Vallarmörk eru girðingar umhverfis völlinn og hvítar stikur.

Íþróttamiðstöðin og svalir hennar eru út af.

Neðra torg við íþróttamiðstöð sem afmarkast af hvítum stikum og kantsteini við malbik er út af.
Þegar 1. hola er leikin er svæðið hægra megin við hvítu stikurnar út af.

Þegar 7. hola er leikin er svæðið hægra megin við hvítu stikurnar út af.  

Samskeyti skorinna grasþakna
Samskeyti skorinna grasþakna á leið (en ekki þökurnar sjálfar) teljast grund í aðgerð. En truflun vegna samskeytanna á stöðu leikmannsins telst ekki sem slík truflun samkvæmt reglu 25-1. Liggi boltinn í eða snerti samskeytin, eða þau trufla fyrirhugað sveiflusvið, fæst lausn samkvæmt reglu 25-1. Öll samskeyti innan svæðis skorinna grasþakna teljast hluti sömu samskeytanna.

Bætt lega:

Leyfilegar færslur eru kylfulengd á snöggslegnu svæði á leið og púttershaus á flötum. Við færslu samkvæmt þessari reglu skal ávallt merkja boltann áður en honum er lyft. Sjá nánar í sýnishornum af staðarreglum, Viðauka I grein 3b „Bætt lega“ og „Vetrarreglur“ blaðsíðu 143-144 í Golfreglum GSÍ 2016-2019.

Staða hluta

  • Hlaðið torf í glompuköntum er hluti vallar.
  • Auglýsingafánar (strandflögg) og steinar í glompum eru hreyfanlegar hindranir (regla 24-1).

 

Eftirtaldir hutir eru óhreyfanlegar hindranir (regla 24-2). (vítislaus lausn)

  • Jarðfastir steinar á snöggslegnu svæði á leið og fjarlægðarmerkingar.
  • Ofanáliggjandi vatnslagnir, vatnskranar og vökvunarbúnaður.
  • Trébekkir, ruslafötur og kúluþvottavélar.
  • Hvítar stikur milli hola sem merkja vallarmörk á öðrum holum en þeirri sem er verið að leika.

Tæki til að mæla fjarlægð:

Við leik á vellinum má leikmaður afla sér upplýsinga um fjarlægð með því að nota fjarlægðarmæli. Ef, á meðan fyrirskipuð umferð er leikin, leikmaður notar fjarlægðarmæli til að mæla eða meta aðrar aðstæður sem gætu haft áhrif á leik hans (s.s. hæðarmun, vindhraða, o.s.frv.) er leikmaðurinn brotlegur við reglu 14-3.

Bolti hreyfist af slysni á flöt

Reglum 18-2, 18-3 og 20-1 er breytt sem hér segir:

Þegar bolti leikmanns liggur á flöt er það vítalaust ef boltinn eða boltamerkið er hreyft af slysni af leikmanninum, samherja hans, mótherja, kylfubera annars þeirra eða útbúnaði.

Boltann eða boltamerkið verður að leggja aftur eins og tilgreint er í reglum 18-2, 18-3 og 20-1.

Þessi staðarregla á aðeins við þegar bolti eða boltamerki leikmanns liggur á flötinni og hreyfing verður af slysni.

Ath.: Ef úrskurðað er að bolti leikmanns á flötinni hafi hreyfst vegna vinds, vatns eða annarra náttúrulegra orsaka, s.s. þyngdar­afls, skal leika boltanum þar sem hann stöðvast. Hreyfist bolta­merki af þessum orsökum er það lagt aftur á fyrri stað.

Leikhraði og truflun:

Leikmaður og kylfuberi hans skulu tryggja að rafeindatæki, svo sem GSM símar, sem þeir nota valdi ekki truflun á leik. Hér er átt við bæði hljóð (hringingar) og tafir á leik (símtöl) (regla 6.7)

Rangt skor á holu

Undantekningu við reglu 6-6d er breytt þannig:

Undantekning: Ef keppandi skilar lægra skori fyrir einhverja holu en rétt er vegna þess að hann telur ekki með eitt eða fleiri vítahögg sem hann vissi ekki, áður en hann skilaði skorkortinu, að hann hafði bakað sér hlýtur hann ekki frávísun. Undir slíkum kringumstæðum hlýtur keppandinn víti samkvæmt viðeigandi reglu en ekki eru frekari víti samkvæmt reglu 6-6d. Þessi undantekning á ekki við þegar viðeigandi víti er frávísun frá keppninni.

Verndun trjáa: Á aðeins við um almenna leik og æfingahringi, á ekki við í keppnum.

Taka verður lausn frá gróðursettum trjám sem eru innan við kylfulengd á hæð. Ef slíkt tré truflar stöðu leikmanns eða fyrirhugað sveiflusvið verður að lyfta boltanum, vítalaust, og láta falla samkvæmt reglu 24-2b (óhreyfanleg hindrun).

Boltann má hreinsa þegar honum er lyft samkvæmt þessari staðarreglu.
Undantekning: Leikmanni er ekki heimil lausn samkvæmt þessari staðarreglu ef: (a) greinilega er óskynsamlegt af honum að greiða högg vegna einhverrar annarrar truflunar en trésins, eða (b) truflun vegna trésins kæmi aðeins fyrir við óeðlilega stöðu, sveiflu eða leikátt að nauðsynjalausu.

Víti fyrir brot á staðarreglu: Höggleikur – tvö högg, Holukeppni – holutap

Að  öðru leyti skal leika eftir reglum “Rules of golf as approved by R&A Rules Limited and The United states Golf Association”