Þessa mynd fengum við senda frá íbúa í Þorrasölum. Hér sést vel yfir okkar glæsilega golfvöll og hversu sterkt tak klakaböndin hafa á honum. Þetta hefur þó ekki hindrað áhugasaman golfara í að viðra sig og halda til æfinga út á völlinn, en hann sést neðst á myndinni. Allir ættu þó að vita að það er algerlega bannað að leika Leirdalsvöllinn á þessum árstíma, en vetrarvöllurinn okkar er lagður í Mýrinni. Vinsamlegast virðið þessa reglu og hlífið vellinum okkar við óþarfa skemmdum enda völlurinn mjög viðkvæmur.

Kveðja,

Starsfólk GKG