Sæl og blessuð.

Vetraræfingar GKG hefjast 10. nóvember samkvæmt æfingatöflu sem hægt er að skoða með því að smella hér. Hópaskipan kemur einnig fram í skjalinu.

Fyrir þá sem eiga eftir að skrá sig þá eru enn laus pláss, skráning fer fram hér.

Eftirfarandi er ágætt að hafa í huga:

• Iðkendur koma með eigin kylfur.

• Bráðum verður hægt að skilja kylfur eftir í Kórnum, en við erum að vinna í smíði sérstakra skápa sem hægt verður að geyma settin í.

• Best er að koma á æfingar í fatnaði sem auðvelt er að hreyfa sig í.

• Líkamsþjálfun/leikir eru hluti af æfingunum. Íþróttaskór eru æskilegir.

• Golfskór eru bannaðir af hreinlætisástæðum og til að vernda gervigraspúttflatirnar.

Bestu kveðjur og hlökkum til að sjá ykkur á æfingum!

Þjálfarar GKG