Nú er veturinn að ganga í garð og því breyttur opnunartími íþróttamiðstöðvarinnar. Opnunartíminn í vetur er sem hér segir

Virka daga: húsið opnar 09:00 og lokar kl. 23:00 eða fyrr

Æfingar barna/unglinga/afrekshópa eru frá kl 15-19 mán-fim en kl. 14-17 á föstudögum. Ekki er hægt að nota hermana frammi eða púttflötina meðan þessar æfingar eru í gangi.

Um helgar: húsið opnar 09:00 og lokar 18:00 eða fyrr

Lokunartími fer eftir bókun í golfherma, við ráðleggjum því fólki að hringja á undan (565 7373), ætli það sér að koma og æfa sig eftir kvöldmat.

Íþróttamiðstöðin er opin öllum. Félagsmenn GKG geta notað aðstöðuna sér að kostnaðarlausu, utanfélagsmenn greiða 1.000 kr. fyrir afnot að aðstöðunni.

Nota þarf sína eigin bolta við æfingar. Nota skal hreina æfingaskó (alls enga gaddaskó) og ganga vel frá áhöldum eftir æfingar.