Nú er lokið vinavallarsamningum fyrir árið 2011.  Engar breytingar verða í hópnum þetta sumariðog verður sami háttur hafður á að félagsmenn greiða kr. 1.000 fyrir hvern leikinn hring en GKG greiðir mismuninn.

Árið 2011 geta meðlimir GKG því leikið gegn greiðslu 1.000 kr. vallargjalds hjá eftirfarandi klúbbum:

Félagar athugið að samningar þessir gilda frá og með 1. mai 2011 til 1. október 2011

Þeir vellir sem verða í boði þetta sumarið eru :

  • Golfklúbburinn Leynir Akranesi
  • Golfklúbbur Borgarness
  • Golfklúbbur Hellu
  • Golfklúbbur Suðurnesja

Verið er að skoða með fleiri velli og verða upplýsingar um þá settar inn ef samningar nást.

Félagsmenn GKG þurfa að greiða 1.000 króna vallargjald þegar spilað er hjá GHR, GL, GB og GS.

Framvísa þarf félagsskírteini og persónuskilríkjum þegar vallargjald er greitt.

Ekki er um að ræða gagnkvæman spilrétt á Vífilsstaðavelli fyrir félaga í ofangreindum golfklúbbum.