Vinkvennamót GKG- og GO-kvenna gekk mjög vel og voru konur ánægðar með að hittast og spila golf. Það var frábær þátttaka og spiluðu 103 konur Leirdalinn og 126 konur Urriðavöllinn.
GKG-konur báru sigur úr bítum með samtals 718 punktum á móti 700 punktum GO-kvenna. Við mótslok fengu GKG-konur afhentan vinkvennaskjöldinn.
Eftirtaldar konur voru með samanlagða flesta punkta þessa tvo daga:
Anna Kristjánsdóttir GO 75 punkta
Alda Harðardóttir GKG 74 punkta
Áslaug Sigurðardóttir GKG 73 punkta
Áslaug Sigurðardóttir GKG var með samtals besta skor, 180 högg.
Nándarverðlaun á Leirdalnum á 2. braut Konný Hansen GKG og á 11. braut Kristjana Þorsteinsdóttir GO.
Nándarverðlaun á Urriðavelli á 8. braut Snjólaug Bjarnadóttir GO og á 15. braut Anna Kristjánsdóttir GO.
Kvennanefndirnar þakka golfkonum fyrir frábærar viðtökur og hittumst að ári.
Kvennanefndir GKG og GO.