Kæru félagar, næskomandi mánudag er þriðja umferðin af 9 í mánudagsmótaröð GKG þannig að það er ekki seinna vænna að hefja leik, 3 bestu hringirnir af 9 telja.

Vegleg verðlaun verða veitt fyrir efstu þrjú sætin, bæði í karla– og kvennaflokki. Verðlaunaskrá 2019, í hvorum flokki, er:

  1. Utanlandsferð með VITA á Morgado – félagsferð GKG vorið 2020 (verðgildi um 255 þús)
  2. Gisting í tveggja manna herbergi með morgunverði á Íslandshóteli að eigin vali, miði í Borgarleikhúsið fyrir tvo auk 10.000,- inneign hjá Olís
  3. Gjafabréf upp á kr. 15.000,- hjá Matarkjallaranum aud 10.000,- inneign hjá Olís

Hægt er að skrá sig með viku fyrirvara og spila hvenær sem er á mánudeginum. Er það gert með því að skrá sig í holl í mótaskránni á golf .is (smella hér) og senda í framhaldinu póst á proshop@gkg.is með beiðni um rástíma (smella hér).

Allar nánari upplýsingar um mótaröðina eru á heimasíðu GKG (smella hér)