Nú eru þrjár umferðir af níu búnar af VITA-mánudagsmótaröðinni. Það eru fáir búnir að ná að spila þrjá hringi og væntanlega fullt af fólki sem ekki er búið að spila sinn fyrsta hring enda nóg eftir af mótinu.

  • Í efsta sæti í kvennaflokki er Helga Þórdís Guðmundsdótir á 116 punktum. Heildar söðuna í kvennaflokki má sjá með því að smella hér.
  • Í efsta sæti í karlaflokki er Ellert Guðjónsson á 101 punkti. Heildar stöðuna í karlaflokki má sjá með því að smella hér .

Minnum á vegleg verðlaun en þeu eru veitt fyrir þrjú efstu sætin í karla– og kvennaflokki. Verðlaunaskrá 2019, í hvorum flokki, er:

  1. Utanlandsferð með VITA á Morgado – félagsferð GKG vorið 2020 (verðgildi um 255 þús)
  2. Gisting í tveggja manna herbergi með morgunverði á Íslandshóteli að eigin vali, miði í Borgarleikhúsið fyrir tvo auk 10.000,- inneign hjá Olís
  3. Gjafabréf upp á kr. 15.000,- hjá Matarkjallaranum auk 10.000,- inneign hjá Olís

Hægt er að skrá sig með viku fyrirvara og spila hvenær sem er á mánudeginum. Er það gert með því að skrá sig í holl í mótaskránni á golf .is (smella hér) og senda í framhaldinu póst á proshop@gkg.is með beiðni um rástíma (smella hér).

Allar nánari upplýsingar um mótaröðina eru á heimasíðu GKG (smella hér)