Staðan í öllum flokkum 2024
Áætlaðir rástímar
Dagskrá og flokkar
Staðarreglur

Keppnisskilmálar

Meistaramót GKG 2025

Fyrirkomulag
Mótið er flokkaskipt innanfélagsmót. Leikinn er höggleikur í öllum flokkum nema í 3. og 4. flokki kvenna ásamt 4. og 5. flokki karla, þar er leikin punktakeppni með fullri forgjöf. Varðandi teiga og fjölda leikinna hringja er vísað til Dagskrá og flokkar

            Athugið

  • Eingöngu er heimilt að leika í einum flokki í mótinu. Undantekning er vegna keppenda í öldunga- og unglingaflokkum og hafa jafnframt keppnisheimild í meistaraflokki.

Í öldungaflokkum 50+ og 65+ er keppt í tveimur flokkum, höggleik án forgjafar og höggleik með forgjöf.

5. flokkur karla og 4. flokkur kvenna leika á Mýrinni í þrjá daga, 18 holur á dag. Leikin er punktakeppni með fullri forgjöf. 

Flokkar 70+ leika á Mýrinni í kvenna og karlaflokki í þrjá daga, 9 holur á dag. Leikin er punktakeppni með fullri forgjöf. 

Háforgjafarflokkar, 40,1-54, leika þrjá daga á Mýrinni í kvenna og karlaflokki, 9 holur á dag. Leikin er punktakeppni með fullri forgjöf. 

Í barna- og unglingaflokkum er keppt í flokkum 10 ára og yngri í punktakeppni en 12 ára og yngri og 13-14 ára í höggleik með og án forgjafar. Í flokki 15-16 ára er keppt í höggleik án forgjafar.

Ath. í öllum flokkum sem spilað er með forgjöf (höggleikur og punktakeppni) getur keppandi tekið upp bolta sinn þegar komin eru 10 högg á holu og skráð 10 á holuna. (Ath. þá er viðkomandi ekki lengur í keppni án forgjafar). 

Þátttökuréttur
Mótið er opið öllum meðlimum GKG með marktæka forgjöf að mati mótstjórnar.

Til að keppa um verðlaun með forgjöf þarf leikmaður að hafa skilað inn í GolfBox að lágmarki átta (8) gildum skorum á síðustu 24 mánuðum fyrir fyrsta keppnisdag.

Mótsstjórn áskilur sér rétt til þess að skoða forgjafaryfirlit kylfinga, aðlaga leikforgjöf eða hafna þátttöku telji hún forgjöf kylfings ekki í samræmi við getu sjá reglu 7.2a í forgjafarreglunum.

Forgjafarmörk flokka má sjá í „Dagskrá og flokkar“ og ræðst þátttökuréttur í flokk af þeirri forgjöf sem kylfingur er með þegar rástímar eru birtir.

Heimilt er að færa sig upp um flokk, t.d. úr 2. flokk upp í 1. flokk svo framarlega sem forgjöf er innan við 2,5 frá efri flokknum. Þó er ekki heimilt að spila í Meistaraflokki nema viðkomandi hafi forgjöf til. Ef kylfingur færir sig á milli flokka sem keppa í punktakeppni, þá breytist forgjöf hans í hærri mörk forgjafarflokksins sem hann færir sig upp í.

Börn og unglingar yngri en 17 ára (fædd 2009 eða yngri) hafa ekki leikheimild í fullorðinsflokkum nema þau sem hafa þátttökurétt í meistaraflokki. Þátttökuréttur í meistaraflokki miðast við hámark fgj. 5,5 hjá körlum og 8,5 hjá konum.

Mótsstjórn hefur heimild til að takmarka skráningu í einstaka flokka við hámarksfjölda. Ef þátttökuréttur er umfram hámarksfjölda þá miðast skráningin við “fyrstur kemur fyrstur fær”. Undantekning frá þessu er þegar um meistaraflokka er að ræða, en þá hafa 12 forgjafarlægstu karlar og 6 forgjafarlægstu konur þátttökurétt óháð skráningartíma.

Mótsstjórn áskilur sér rétt til að sameina flokka ef skráning er dræm. 

Raðað verður í forgjafarflokka Meistaramóts GKG eftir forgjöf þátttakenda eins og hún stendur á hádegi þann 2. júlí. Breytingar á forgjöf frá þeim tíma fram að móti hafa ekki áhrif á uppsetningu mótsins.

Bílar eru ekki leyfðir í almennum flokkum án heimildar mótsstjórnar en eru heimilaðir í öldungaflokkum. 

Skorskráning
Rafræn skorskráning og undirritun kemur í stað hefðbundinna skorkorta í mótinu. Sjá upplýsingar um rafræna skorskráningu hér.

Leikmenn fá eitt skorkort meðferðis til öryggis ef tæknileg vandamál koma upp við rafræna skorskráningu.

Undantekning frá þessu er þó í gildi fyrir 50 og 65 ára og eldri þar sem nauðsynlegt er að skila inn skorkorti ef leikmaður í holli tekur upp eftir 10 högg og hættir þar með í höggleik án forgjafar. Í þeim tilfellum skráist skor þeirrar holu á öryggiskortið og því skilað inn. 

Niðurskurður
Niðurskurður verður í þeim flokkum sem leika lokahring mótsins á laugardeginum 12. júlí ef þörf er á vegna fjölda. Miðað er við hámarksfjölda 21 leikmann í hverjum flokki eftir niðurskurð. Þeir sem eru jafnir seinasta sæti sem kemst í gegnum niðurskurð komast einnig áfram á lokahring. Einnig komast kylfingar áfram sem eru 10 höggum frá efsta sæti. Niðurskurður verður kynntur þegar lokað hefur verið fyrir skráningu í mótið.

Mótsgjald
Skal hafa verið greitt við skráningu í mótið í GolfBox. Réttur til endurgreiðslu mótsgjalds vegna forfalla fellur niður kl. 12 daginn fyrir fyrsta keppnisdags viðkomandi flokks.

Verðlaun
Veitt eru verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í hverjum flokki.

Í meistaraflokki karla og kvenna er keppt um farandbikarana klúbbmeistari karla og kvenna.  

Í öðrum flokkum er keppt um farandbikarana flokkmeistari karla og kvenna. 

Í barna og unglingaflokkum er veittur farandbikar fyrir besta skor, veitt eru verðlaun fyrir efstu þrjú sæti í höggleik og höggleik með forgjöf. Þetta á ekki við um flokk 10 ára og yngri þar sem keppt er eingöngu í punktakeppni.

Verðlaunaafhending fer fram á lokahófi mótsins sem fer fram laugardaginn 12. júlí. Fyrir flokka 16 ára og yngri verður verðlaunaafhending þriðjudaginn 8. júlí. 

Jafntefli leyst
Verði tveir eða fleiri jafnir í verðlaunasæti í höggleik skulu þeir leika bráðabana til úrslita. Verði tveir eða fleiri jafnir í verðlaunasæti í punktakeppni, eða höggleik með forgjöf, þá vinnur sá keppandi sem hefur fleiri punkta eða færri nettó högg á síðustu 36 holunum. Ef það dugar ekki þá gilda síðustu 18, þá síðustu 9, 6 og síðustu 3 holurnar og loks síðustu holu. Ef enn er jafnt skal varpa hlutkesti. 

Leikhraði
Hámarkstími til að ljúka umferð er 4 klst og 7 mín fyrir þriggja manna ráshóp. Sjá annars almenna keppnisskilmála um leikhraða. 

Mótsstjórn
Ragnheiður Stephensen mótsstjóri, Agnar Már Jónsson, Bergsveinn Þórarinsson og Úlfar Jónsson