Æfingaskipulag
Markmið æfinga eftir hópum
Markmið GKG er að í öllum hópum séu að hámarki 8 iðkendur per þjálfara. GKG hefur þó enn sem komið er aldrei vísað börnum frá skráningu á æfingar, og er því hætta á að í einstaka tilfellum sé farið uppfyrir hámarks iðkendafjölda.
Æfingar fyrir almenna hópa eru tvisvar sinnum í viku frá nóv-júní og þrisvar sinnum í viku júní-ágúst. Tvær æfingar í viku eru eftir að skólar hefjast í lok ágúst fram til miðjan september en þá tekur við vetrarfrí fram í byrjun nóvember. Taka þetta út þar sem við erum að breyta skipulaginu.
Vetraræfingar fyrir almenna hópa eru tvisvar sinnum í viku frá nóv-júní. Sumaræfingar eru þrisvar sinnum í viku frá júní-ágúst.
Vetraræfingar fyrir framtíðar- og keppnishópa eru þrisvar sinnum í viku frá nóv-júní. Sumaræfingar eru einnig þrisvar sinnum í viku frá júní-ágúst.
8-11 ára
Markmið með þjálfun þeirra yngstu eru fyrst og fremst að móta grunnhreyfingar og hreyfiþroska. Áhersla er lögð á að efla þol og snerpu, liðleika og jafnvægi þátttakenda með þar til gerðum leikjum. Varðandi golftæknina skal lögð mikil áhersla á grunnatriðin.
12-14 ára
Meginmarkmið í þjálfun eru grunnatriði sveiflunnar og stutta spilsins. Á sumaræfingum er nánar farið út í þjálfun leikskipulags í löngum sem stuttum höggum. Í þjálfunina skal tengja almenna líkamsrækt er varða styrk, þol og liðleika. Mikil áhersla skal lögð á samhæfingu og jafnvægi. Þetta aldurstímabil er eitt það mikilvægasta, þar sem nákvæmari þjálfun tækniatriða golfsins hefst á þessu skeiði.
13-18 ára
Á þessu skeiði er rétt að huga að aukinni sérhæfingu í þeim hreyfingum sem skapa golfsveifluna. Að auki verða þátttakendur hvattir til að auka keppnisþátttöku sína, þ.e. að reyna meira á það sem þau hafa lært á æfingum, og beita því í keppni.
Framtíðar-, keppnishópar 13-18 ára
GKG vill bjóða forgjafarlægri kylfingum og þeim sem sýna metnað og vilja til að ná árangri, þjálfun sem er sértækari og miðuð að því að móta afrekskylfinga framtíðarinnar. Markmið keppnisþjálfunar er að hún sé sérhæfðari en almenn golfþjálfun sama aldurshóps, enda eru þátttakendur í Framtíðar- og Keppnishópi með meiri getu og flestir meiri íþróttalegan bakgrunn heldur en á almennum æfingum. Þjálfarar setja forgjafarviðmið fyrir keppnishópa pilta og stúlkna um að kylfingur hafi náð ákveðinni forgjöf í lok tímabils. Horft er til uppruna forgjafar kylfings, þ.e. hlutfall hringja í æfingahringjum og keppnishringjum, og sé miðað við að meirihluti hringja komi úr keppnishringjum.
Þjálfarar horfa sérstaklega til metnaðar og áhuga til að æfa vel og mikið, að viðkomandi stundi skipulagðar æfingar bæði á vetrar- og sumartímabili, og tileinki sér leiðbeiningar þjálfara. Einnig skiptir miklu máli keppnisþátttaka í Kristalsmótaröð GKG og ekki síst GSÍ mótaröðum (Áskorenda/og eða Stigamótaröð unglinga) og er horft til þess að leikmaður hafi keppt í a.m.k. 3 mótum á annari hvorri mótaröð, og hafi náð forgjafarviðmiðum, áður en hann fái sæti í keppnishópi. Eins og gefur að skilja skiptir stuðningur aðstandenda miklu máli.
Framtíðar- og Keppnishópar æfa a.m.k. þrisvar sinnum í viku árið um kring, á skipulögðum æfingum, en gert er ráð fyrir að leikmenn innan þessa hóps æfi umtalsvert meira þess utan.
Nánari upplýsingar um skipulag þjálfunar barna og unglinga er að finna í Gæðahandbók GKG.