Markmið verkefnisins er að auka íþróttaþátttöku barna með sérstaka áherslu á börn og unglinga af erlendum uppruna og um leið að auðvelda þeim og foreldrum þeirra aðlögun að íslensku samfélagi.

Hverjir standa að verkefninu?
Kópavogur ásamt alþjóðlegu góðgerðarsamtökunum The Unity of Faiths Foundation (TUFF) sem staðið hefur að sambærilegum verkefnum víða erlendis.

Frítt sport í þrjá mánuði fyrir nýliða:
Börn sem ekki hafa tekið þátt í íþróttastarfi býðst að æfa frítt hjá GKG og í þrjá mánuði, frá og með nóvember 2018.  Börn af erlendum uppruna eru boðin sérstaklega velkomin. Nýliðar koma inn í aldurstengda æfingarflokka sem fyrir eru í hverri íþrótt hjá GKG.

Skráning:
Skráningarblað má nálgast hérBlaðið þarf að fylla út og senda á netfangið ulfar@gkg.is eða koma því til skila á skrifstofu GKG í golfskálanum við Vífilsstaði í Garðabæ, þar sem við veitum frekari ráðgjöf ef þörf er á.