Kristalsmótaröð GKG 2024

Unglingamótaröð GKG, Egils Kristals mótaröðin, er nú haldin í 17. sinn. Þetta er flokkaskipt höggleiksmót með og án forgjafar og er hugsuð fyrir þau sem eru orðin vön að spila Leirdalsvöllinn. Keppt er í flokkum 14 ára og yngri, 15-18 ára, pilta og stúlkna. Einnig er leikið í Meistaraflokkum karla og kvenna.

Hámarksforgjöf er 35,9. Keppendur þurfa að vera vanir að leika völlinn, en leiknar eru 18 holur á Leirdalsvelli og ströng krafa um lágmarks leikhraða gerð (4:20 klst per 18 holur).

Í þessu móti er ávallt spilað “ready golf” og skylda er að taka upp eftir 9 högg og skrá 10 á holuna.
(“Ready golf/golf án tafar, er þannig að ekki er fylgt hefðbundinni leikröð heldur skal kappkosta við að flýta fyrir leik þannig að sá sem er tilbúinn leikur sitt högg, ekki endilega sá sem er fjær eða var á fæstum höggum)

Eftir hvert mót eru veitt verðlaun fyrir þrjú bestu skorin án forgjafar í hverjum flokki og fyrir besta skor í höggleik með forgjöf (aðeins höggleikur án forgjafar í meistaraflokkum). Ef kylfingar eru jafnir gilda seinni 9, síðan seinustu 6, loks seinustu 3 og svo 1. Ef enn er jafnt skal varpa hlutkesti.

Einnig er heildarkeppni og veitt verða verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í hverjum flokki án forgjafar og efsta sætið með forgjöf. (3 af 5 bestu mótum telja). Ef tveir kylfingar eru jafnir í sæti í heildarkeppninni, telur 4. hringurinn. Ef enn jafnt telur 5. hringurinn. Ef enn er jafnt skal varpa hlutkesti.

Skráning fer fram hér í mótaskrá Golfbox og er gerð krafa um að skráningu sé lokið fyrir miðnætti tveimur dögum fyrir mót. Ræst verður út á eftirtöldum tímum: 08:00-09:00 og 13:00-14:00. Mótsgjald er kr. 600.- á mann fyrir hvert mót og þarf að greiða það áður en leikur hefst. Allir þátttakendur fá Kristal eða Flóridana drykk í teiggjöf.

Í lok september verður svo haldin vegleg lokahátið ásamt verðlaunaafhendingu.

Keppnisdagar:

29. maí – 12. júní – 3. júlí – 18. júlí – 24. júlí – 21. ágúst

Birt með fyrirvara um breytingar.