Vetraræfingar GKG 2025/26

Vetraræfingar hefjast 1. september. 

Við í Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar erum afar stolt af barna og unglingastarfi klúbbsins en starfið hefur verið eitt það stærstu og metnaðarfyllsta á landinu í mörg ár. 

 

Æfingarnar hjá GKG skiptist í sumar tímabil og vetrar tímabil. 

Vetrar tímabilið er frá 1.september til 5. júní 

Sumar tímabilið er frá 8. júní til 21. ágúst 

 

Æfingar fara fram í Íþróttamiðstöð GKG en einnig er hægt að æfa í Kórnum fyrir þá sem kjósa. PGA menntaðir þjálfarar sjá um æfingarnar og fara yfir það helsta sem þarf að kunna í íþróttinni. Krakkarnir æfa 2x í viku yfir veturinn og einnig ætlum við að vera með pútt mótaröð um helgar. 

Vetrargjaldið fyrir alla hópa er 39.000kr  

Inni í því er ekki aðgangur að völlum GKG né aðgangur að Golfbox 

 

Þjálfarar: 

 

Haukur Már er menntaður PGA golfkennari og hefur mikla reynslu af golfkennslu og þá sérstaklega í barna og unglingastarfi. Haukur hefur þjálfað hjá GKG til fjölda ára og einnig unnið sem íþróttakennari. 

  

Aron Snær er menntaður PGA golfkennari og hefur þjálfað hjá GKG til fjölda ára. Hann er einnig frábær kylfingur með mikla reynslu af keppnisgolf hérlendis og erlendis. Hann hefur þrisvar orðið Íslandsmeistari. 

 

Smelltu hér til að skrá iðkanda á æfingar

 

Íþróttamiðstöðin (GKG golfskáli)

 

Kórinn