Voræfingar GKG 2025
Voræfingar hefjast 6. janúar og standa til 6. júní.
Nú er 1 æfing í viku innifalin í gjöldum barna yngri en 18 ára með öllu því sem fylgir fullum aðgangi hjá golfklúbbi.
Á myndunum hér er hægt að sjá hver verðskráin er og hvað er innifalið í gjöldunum.
Áfram verður algengast að iðkendur séu á 2 æfingum í viku og er það valið í skráningarferlinu á xps og er æfingatíminn einnig valinn þar.
Þau sem æfa 1 sinni í viku biðjum við um að taka fram í athugasemd í skráningunni hvenær myndi henta best, en við munum raða í hópa eftir áramót. Við munum nýta föstudaga og laugardaga upp í Kór sem sérstakar æfingar fyrir þau sem eru 1x í viku, en sé pláss í hópa sem æfa 2x í viku getum við skoðað það.
Athugið að það er hámarksfjöldi í hópa hjá okkur og er það öryggis iðkenda vegna. Í golfi er verið að sveifla kylfum og slá í harða bolta og það er algjört grundvallaratriði að fjöldi í hópum sé hæfilegur fyrir þann fjölda þjálfara sem eru á staðnum sem og pláss sem er í boði í húsinu. Við vonum að þið sýnið þessu skilning og við reynum eftir bestu getu að koma til móts við iðkendur.
Flokkur | Tími |
---|---|
Hópur 1 | Mán 15:00-16:00 ; Mið 15:00-16:00 |
Hópur 2 | Þri 15:00-16:00 ; Fim 15:00-16:00 |
Flokkur | Tími |
---|---|
Hópur 1 | Mán 16:00-17:00 ; Mið 16:00-17:00 |
Hópur 2 | Þri 16:00-17:00 ; Fim 16:00-17:00 |
Flokkur | Tími |
---|---|
Hópur 1 | Mán 17:00-18:00 ; Mið 17:00-18:00 |
Hópur 2 | Þri 17:00-18:00 ; Fim 17:00-18:00 |
Flokkur | Tími |
---|---|
Hópur 1 | Mán 18:00-19:00 ; Mið 18:00-19:00 |
Í GKG fer fram öflugt barna- unglinga- og afreksstarf. Við erum með frábæra inniaðstöðu í Íþróttamiðstöðinni og Kórnum.
Kylfingar í almennum hópum geta valið hvort þau æfi í Kórnum eða Íþróttamiðstöðinni, tvisvar í viku, eftir því sem hentar búsetu og tímasetningu æfinga.
Keppnis- og framtíðarhópar æfa í Íþróttamiðstöðinni eða í Kórnum þrisvar til fjórum sinnum í viku og er valið í þá hópa eftir ástundun, forgjöf og þátttöku og árangri í innanfélags- og GSÍ mótum.