Félagsgjöld 2025
Gjöld miðast við aldur á árinu 2025
Inntökugjald fyrir nýja meðlimi 26 ára og eldri er kr. 39.000 fyrir árið 2025. Innifalið í inntökugjaldinu er fræðsla og hópkennsla sem haldin verður á vordögum með PGA kennara.
Hvað er innifalið í félagsgjöldum GKG?
-
Ótakmarkað spil á Leirdalsvelli
-
Ótakmarkað spila á Mýrinni
-
2 * 30 mínútur í Trackman (fyrir 19 ára og eldri)
-
Aðgangur að æfingasvæði GKG (pitch völlur, driving range, púttflatir og æfingavöllur)
-
Aðgangur að Íþróttamiðstöð GKG (hægt er að æfa sig á púttflötinni, vippa og slá í tjald)
-
Aðgangur að Kórnum (hægt er að æfa sig á púttflötinni, vippa og slá í tjald)
-
25% afsláttur af golfhermum
-
Aðgangur að vinavöllum GKG
Auk þess er að sjálfsögðu ótakmarkaður og ókeypis aðgangur að hinni margrómuðu GKG stemningu !!
Nánari upplýsingar
Sérstyrkir Kópavogs og Garðabæjar:
- Garðabær og Kópavogur veita styrki til barna og unglinga vegna íþróttaiðkunar.
- Félagsaðild hjá GKG er styrkhæf og eiga foreldrar því rétt á endurgreiðslu frá sínu bæjarfélagi.
- Sjá meira um barna- og unglingastarf GKG hér.
Meðlimum GKG er bent á að stéttarfélög, atvinnurekendur og jafnvel bæjarfélög eru dugleg við að styrkja starfsfólk sitt við íþróttaiðkun og telst félagsaðild í GKG vera styrkhæf.
76 ára og eldri klúbbmeðlimir sem hafa verið í GKG í 10 ár eða lengur geta sótt um að greiða lægra félagsgjald (50% af fullu félagsgjaldi). Vinsamlegast hafið samband við ulfar@gkg.is til þess að sækja um það eða hringið í síma 570 7373.
Óski klúbbmeðlimur eftir því að segja sig úr klúbbnum þarf sú tilkynning að hafa borist í síðasta lagi 31. desember hvers árs.
Innheimta félagsgjalda hefst í desember hvert ár og er eindagi 3. janúar. Hægt er að ráðstafa greiðslum og hefja greiðslur með fyrsta eindaga 3. febrúar.
Klúbbmeðlimir eiga ekki rétt á endurgreiðslu félagsgjalda segi þeir sig úr klúbbnum eftir að greiðsla félagsgjalda er hafin.
Geti klúbbmeðlimur einhverra hluta vegna ekki spilað golf vegna veikinda eða slyss, þá þarf að tilkynna það áður en golftímabil hefst.
Ef einstaklingur slasast eða veikist eftir að golftímabilið hefst endurgreiðir GKG með eftirfarandi hætti:
- Ef tilkynning berst fyrir
- maí – 80%
- júní – 60%
- júlí – 40%
- ágúst – 20%
- Ef tilkynning berst eftir 15. ágúst er engin endurgreiðsla.
Leggja þarf fram læknisvottorð til að eiga möguleika á endurgreiðslu.