Kvennasveit GKG 50+
Umsjónarmenn liðsins í ár eru María Málfríður Guðnadóttir og Ragnheiður Stephensen
Hópurinn æfir í Kórnum einu sinni í viku fram á vor og er æfingin á þriðjudögum klukkan 17:30. Öllum konum 50+ í GKG með 14,9 í forgjöf eða minna hefur verið boðið að taka þátt í æfingunum með þeim fyrirvara að þær skuldbindi sig til að taka þátt í því að spila í mótunum sem telja til sveitar og gefi kost á sér í sveitina í framhaldi ef þær eru valdar. Ef æfingahópurinn nær ekki fjöldanum 12 er næstu konum í forgjafarröðinni boðið að taka þátt.
Öllum konum 50+ í GKG er samt sem áður frjálst að reyna að spila sig inn í sveitina hvort sem þær eru í æfingahópnum eða ekki. Eina sem þarf að gera er að tilkynna þátttöku til umsjónamanna og taka þátt í mótunum sem eru til sveitar.
Mót sem gilda til sveitar fyrir sumarið 2024
Fyrirkomulagið er punktakeppni án forgjafar. Stig eru gefin eftir sama stigalista og notaður er í LEK til að velja í landsliðin. Í þeim tilfellum sem spilað er á mismunandi teigum þá fá þeir sem spila á lengri teigum mismuninn á forgjöf teiganna í forgjöf miðað við forgjöf 10,0. Mótin eru 8 talsins og 5 bestu mótin hjá hverjum og einum gilda til stiga.
Mótin eru eftirfarandi:
- 20. maí (annar í hvítasunnu) – GKG – 1. mánudagsmótaröðin. Þá ættum við að geta fengið samliggjandi rástíma og fengið okkur svo að borða á eftir og þannig starta sumrinu saman ???
- 26. maí: LEK mót á Korpu
- 9. júní: LEK mót í Borganesi (98% öruggt – annars er það sá völlur sem kemur í staðinn eða í versta falli ef enginn kemur í staðinn 8. júní – Þorlákshöfn)
- 27. júní: GKG – fyrsti hringur í Íslandsmóti 50+ og 65+
- 28. júní: GKG – annar hringur í Íslandsmóti 50+ og 65+
- 10. júlí: GKG – fyrsti hringur í meistaramóti (ef fólk spilar 4 daga annars er það 7. júlí fyrir öldunginn)
- 11. júlí: GKG – annar hringur í meistaramóti (ef fólk spilar í 4 daga annars er það 8. júlí fyrir öldunginn)
- 21. júlí (líkleg dagsetning) – Hella – völlurinn sem er spilað á í sveitakeppninni. Spurning að gera líka dag úr þessum viðburði og borða saman eftir á?
2-3 dögum síðar er sveitin tilkynnt og eru reglurnar þessar: 6 stigahæstu úr mótunum taka sjálfkrafa sæti í sveitinni. Þá eru eftir tvö sæti sem liðstjórar sjá um að skipa með tilliti til hvað þeir telji að henti best fyrir sveitina. Það þýðir að þó að maður sé númer 7 eða 8 eftir stigamótin að þá þýðir það ekki endilega að viðkomandi verði í sveitinni þó það geti vel verið þannig.
Liðstjórar í ár eru:
María Málfríður Guðnadóttir og Ragnheiður Stephensen