Liðakeppni GKG 2024

Ath. að hámarksfjöldi liða er þegar náð þannig að lokað er fyrir skráningu.

Liðakeppnin vinsæla hefst að nýju þann 19. maí 2024

Þetta er án efa eitt skemmtilegasta mót ársins, þar sem að kylfingar geta fengið að spila með Ryder/Solheim Cup fyrirkomulagi, allt sumarið!

Leikfyrirkomulagið er eftirfarandi:

Leikfyrirkomulagið er eftirfarandi:
Lágmarks fjöldi leikmanna í liði er sex en hámarks fjöldi átta. Um er að ræða innanfélagsmót þar sem hámarks grunnforgjöf er 30.

Hámarks fjöldi liða í keppninni er 24. Sjá fjölda umferða og fyrirkomulag á mynd, með þeim fyrirvara að fjöldi liða getur haft áhrif á fjölda umferða auk þess sem mótsstjórn er heimilt að breyta leikskipulaginu ef lið eru 16 eða færri. Fjórir liðsmenn keppa í hverri umferð og allt að fjórir eru því í hvíld. Spilaðar eru 18 holur á Leirdalsvelli. Sett eru tímamörk fyrir hverja umferð, sjá í keppnisdagatali. Ekki er heimilt að hefja leik í riðlakeppninni á milli kl. 16:00 og 18:00 á virkum dögum.

Keppt er í fjórum riðlum og raðað er í riðla eftir meðalforgjöf liða þar sem notast er við forgjafir allra leikmanna við útreikning á liðsforgjöf. Þau lið sem verða í tveimur efstu sætunum í hverjum riðli í riðlahluta keppninnar halda áfram og fara í 8 liða úrslit, sjá fyrirkomulag á mynd. Þau lið sem vinna sína leiki í 8 liða úrslitunum fara í undanúrslit og í framhaldinu verður keppt um gull, silfur og brons 7. september 2024.

Kylfingar þeirra liða sem ekki keppa um verðlaunasæti hafa þátttökurétt í punktamóti sem haldið verður sama dag og úrslitin (að hámarki 100 keppendur).

Það kvöld verður haldið sameiginlegt lokahóf fyrir þátttakendur liðakeppninnar ásamt því að veitt verða verðlaun fyrir mánudagsmótaröðina og holukeppni GKG. Mulligan gengið verður með tilboð á ómótstæðilegum kvöldverði í lokahófinu.

Keppt er um glæsilegan farandbikar og keppendur í sigurliðinu fá verðlaunapeninga. Auk þess gefur mótstjórn sér leyfi til að verðlauna aukalega fyrir það sem henni finnst standa upp úr í keppninni á einhvern hátt.

Skráning hefst laugardaginn 26. mars – Fyrst koma, fyrst fá. Skila þarf inn nafni liðs í skráningunn og það þarf að vera fullskipað tímanlega fyrir keppni svo það fari í réttan forgjafarhóp.

Skráning í mótið fer fram á oingibjorg@gmail.com

Það sem þarf að koma fram í póstinum er:

  • Nafn liðs
  • Leikmenn (Fullt nafn + aðildarnúmer, forgjöf allra leikmanna, lágmark 6 aðilar hámark 8)
  • Nafn, netfang og símanúmer liðsstjóra

Verð fyrir hvert lið í Liðakeppni GKG 2024 er 20.000kr.

Þáttökugjaldið greiðist um leið og lið hefur fengið staðfestingu á þátttöku.

Reikningsnúmerið er 133-26-200843 kt. 650394-2089

Áður en keppnin hefst funda liðsstjórar með mótsstjóra í íþróttamiðstöðinni þar sem farið verður yfir leikreglur mótsins.

Einstaklingar sem vilja freista þess að komast í lið sendi póst oingibjorg@gmail.com

Sérstök Fb síða verður stofnuð til að halda utan um keppnina.

Mótsstjórn keppninnar skipa Ingibjörg Þ Ólafsdóttir, Úlfar Jónsson, Bergsveinn Þórarinsson og Agnar Már Jónsson.

Mótsstjóri er Ingibjörg Þ Ólafsdóttir

Netfang: oingibjorg@gmail.com

Sími: 847-7242

·         11.06. – 17.06.  Önnur umferð    A og B
·         18.06. – 24.06.  Önnur umferð    C og D
·         25.06. – 01.07.  Þriðja umferð     A og B
·         02.07. – 08.07.  Meistaramótsvika
·         09.07. – 15.07.  Þriðja umferð     C og D
·         16.07. – 22.07.  Fjórða umferð    A og B
·         23.07. – 29.07. Fjórða umferð    C og D
·         30.07. – 05.08.  Fimmta umferð   A og B
·         06.08. – 12.08. Fimmta umferð   C og D
·         13.08. – 19.08. Fyrsta umferð    A og B
·         20.08. – 26.08. Fyrsta umferð    C og D
·         27.08. – 05.09. 8 liða úrslit 
·         06.09. – 15.09. 4 liða úrslit 
·         16.09.  Úrslitaleikir, mót og lokahóf

Liðakeppni GKG 2024 – Keppnisskilmálar

1.gr

Liðakeppni GKG er innanfélagsmót, einungis fullgildir meðlimir GKG geta tekið þátt og hver leikmaður má eingöngu keppa fyrir eitt lið af þeim sem taka þátt í mótinu. Tilkynna skal samsetningu liðs við skráningu og er hún óbreytanleg eftir að liðakeppnin hefst. Komi til þess að leikmaður þurfi að segja sig frá keppni vegna meiðsla, veikinda eða annarra ófyrirséðra orsaka eftir að mót hefst, getur mótsstjórn heimilað að liðsmanni sé skipt út fyrir nýjan liðsmann en mótsstjórn gæti farið fram á læknisvottorð eða önnur gögn til að styðja ákvarðanatökuna. 

2.gr 

Keppt er í fjórum riðlum og raðað er í riðla eftir meðalforgjöf liða þar sem notast er við forgjafir allra leikmanna við útreikning á liðsforgjöf. Þau lið sem verða í tveimur efstu sætunum í hverjum riðli í riðlahluta keppninnar halda áfram og fara í 8 liða úrslit, sjá fyrirkomulag á mynd. Þau lið sem vinna sína leiki í 8 liða úrslitunum fara í undanúrslit og í framhaldinu verður keppt um gull, silfur og brons þann 7. september 2024.

Kylfingar þeirra liða sem ekki keppa um verðlaunasæti hafa þátttökurétt í punktamóti sem haldið verður sama dag og úrslitin (að hámarki 100 keppendur).

Það kvöld verður haldið sameiginlegt lokahóf fyrir þátttakendur liðakeppninnar ásamt því að veitt verða verðlaun fyrir VITA – mánudagsmótaröðina og Holukeppni GKG.

Hámarksfjöldi liða í keppninni er 24. Þau lið frá fyrra ári sem lentu ekki í nesta sæti í sínum riðli hafa forgangsrétt í mótið. Lið telst frá fyrra ári ef í því eru 5 eða fleiri liðmenn frá því ári. Frá og með 2024 verður þátttökurétturinn í mótið á þann hátt að ef fleiri en 24 lið sækja um munu liðin sem lenda í neðsta sæti í sínum riðli þurfa að heyja umspil við ný lið til að eiga möguleika á að tryggja sig inn í næsta keppnistímabil. Tapi þau sætinu flokkast þau sem ný lið eftir það. Mótsstjórn er heimilt að breyta ofangreindu leikskipulagi ef lið eru 16 eða færri.

Þátttökugjald er 20.000 kr. á hvert lið. Gjaldið rennur til styrktar íþróttastarfi GKG.

3.gr

Leikfyrirkomulag: Í hverri umferð er leikin holukeppni: einn fjórleikur með forgjöf þar sem báðir kylfingar leika sínum bolta alla leið í holu og betra skorið gildir á holunni og tveir tvímenningar með forgjöf. Leikið er með forgjöf í öllum viðureignum. Ekki er leyfilegt að taka þátt í höggleikskeppni eða skila hring inn til forgjafar  á sama tíma og leikið er í liðakeppninni, þ.e. blanda saman leikformum. Leikmaður ræður af hvaða teig hann leikur og reiknast leikforgjöf hans út frá þeim teig.

Leikið er samkvæmt golfreglum R&A og almennum staðarreglum Leirdalsvallar. Annars gilda almennar reglur GSÍ um Íslandsmót golfklúbba um það sem þessar reglur taka ekki á.

Hver leikur í riðlakeppninni gefur eitt stig og jafntefli gefur 0,5 stig.

Tvö stigahæstu liðin í hverjum riðli fara áfram í 8 liða úrslit. Verði lið jöfn að stigum í sínum riðli ræður innbyrðis viðureign þeirra. Verði 3 eða fleiri lið jöfn í efstu sætum riðils og innbyrðisviðureignir geta ekki skorið úr um úrslit, ræður heildarfjöldi vinninga. Séu lið ennþá jöfn ræður hlutkesti.

Í úrslitakeppninni er sama leikform og í riðlakeppni, einn fjórleikur og tveir tvímenningar. Ef leikur endar jafnt er leikinn bráðabani, einn tvímenningur með forgjöf. Hvort lið tilnefnir einn leikmann til þess að leika bráðabana, sem hefst á 1. holu.

4.gr

Sett eru tímamörk fyrir hverja umferð. Ekki er heimilt að hefja leik í riðlakeppninni á milli kl. 16:00 og 18:00 á virkum dögum. Leitast skal við af fremsta megni að allar viðureignir leiks tveggja liða séu leiknar samdægurs. Ef engin leið finnst til að leika allar viðureignir samdægurs skal dagsetja hverja þeirra innan þriggja daga tímabils og þeir rástímar gilda. Rástíma allra viðureigna umrædds leiks milli liða verður að ákveða áður en fyrsta viðureign hefst. Ef liðin komast ekki að samkomulagi um rástíma þá ákveður mótsstjórn tímann og þeir rástímar gilda.   

5.gr.

Í hverju liði skulu vera að lágmarki 6 og að hámarki 8 leikmenn. Tilkynna skal skipan liðs með reiknaðri forgjöf og teigavali á þar til gerð eyðublöð og skila í proshop fyrir hvern leik. Öllum formsatriðum skal vera lokið minnst 10 mínútum áður en fyrsta viðureign leiksins hefst. Eftir að lið hefur verið tilkynnt er óheimilt að breyta samsetningu liðs, eða röðun á viðureignum fyrir umrædda umferð. Lið má ekki sjá liðsskipan mótherjanna fyrr en bæði lið hafa tilkynnt liðskipan sína.

6.gr.  
Hámarks grunnforgjöf hvers keppenda er 30. Í tvímenningi er forgjöf mismunur á leikforgjöf keppenda. Dæmi: Leikmaður A fær 12 í vallarforgjöf og leikmaður B fær 16. Mismunurinn er 4 og fær því leikmaður B forgjöf á 4 erfiðustu holur vallarins. Í fjórleiknum leikur hver leikmaður hins vegar skv. sinni forgjöf að frádreginni forgjöf forgjafarlægsta leikmannsins í hollinu, dæmi:

7.gr.

Úrslitin skulu send á mótsstjóra strax eftir leik, undirrituð af liðsstjórum eða fulltrúum þeirra.

8.gr.

Komi upp ágreiningur um framkvæmd mótsins skal öllum athugasemdum beint til mótsstjórnar. Ákvarðanir og niðurstöður mótsstjórnar eru endanlegar.

Mótsstjórn skipa: Ingibjörg Þ Ólafsdóttir, Úlfar Jónsson, Bergsveinn Þórarinsson og Agnar Már Jónsson.

Mótsstjóri er Ingibjörg s. 847-7242, oingibjorg@gmail.com 

mars 2024

Mótanefnd GKG

Sigurvegarar ársins 2024 voru Jimenez Group

Á myndinni (frá vinstri) eru Davíð Stefán Guðmundsson, Elmar Þorbergsson, Pálmi Þór Gunnarsson, Daði Hannesson. Einnig í liðinu voru Jón Sigurðsson, Njörður Árnason, Pálmi Jónsson og Ragnar Þórður Jónasson.

 

Ár Sigurlið
2024 Jimenez Group
2023 Öldungarnir
2022 RainX
2021 Seven Eagles and Albatross
2020 Total Sláttuvélar
2019 Total 1 og Total 2 deildu titlinum