Mótahald GKG
GKG heldur fjölda móta á hverju sumri bæði ætluð félagsmönnum sínum eingöngu eða sem opin eru öllum öðrum kylfingum innan GSÍ. Þá eru á hverju ári haldin mót á vegum Golfsambands Íslands og eru liður í stigamótaröðum sambandsins.
GKG hefur alla tíð lagt metnað sinn í að gera öll mót á vegum klúbbsins sem best úr garði. Með því móti leitast klúbburinn við að skapa sér jákvæða ímynd meðal kylfinga og auka á ánægjulega þátttöku í mótum á vegum klúbbsins. Til þess að svo megi vera þarf styrkan hóp til þess að stýra þessu vanmetna starfi mótsstjórnar og mótanefndar. Mótanefnd klúbbsins stýrir öllu mótahaldi og skipuleggur öll mót sumarsins.
Mótaskrá GKG má finna á heimasvæði kylfinga á golfbox.golf, sem og á golf.is.