Holukeppni GKG

Nú förum við af stað með holukeppni GKG árið 2024 með stæl! Eins og síðustu ár verður keppt í kvenna- og karlaflokkum. Að hámarki geta 64 skráð sig til leiks í hvorum flokki. Í lok sumars munu holumeistari karla og kvenna leika til úrslita um titilinn Holumeistari GKG 2024.

Skráningarfrestur er til kl 15 5. júní. Í kjölfarið sama dag verður dregið um hverjir/hverjar leika saman. Að jafnaði hafa leikmenn 2 vikur til að ljúka leik sínum, en 3 vikur í kringum Meistaramót GKG. Úrslit í hvorum flokki eiga að liggja fyrir í síðasta lagi 6. september. Úrslitaleikur um holumeistara GKG árið 2024 fer síðan fram þann 7. september og verður verðlaunaafhending og lokahóf í kjölfarið.

Skráning karlar

Skráning konur

Keppendum er vinsamlegast bent á að notfæra sér þjónustu ja.is til að finna símanúmer andstæðings síns, ef þeir þekkja ekki til hans.

Reglugerð um holukeppni GKG

  1. gr.
    Mótið skal halda árlega og keppt verður í karla- og kvennaflokki. Hámarks­grunnforgjöf skal vera 36.
  2. gr.
    Mest 64 keppendur geta skráð sig í hvorn flokk. Þegar skráningarfresti lýkur verður dregið um hverjir leika saman.
  3. gr.
    Aðeins kylfingar með gilda EGA forgjöf hafa keppnisrétt í holukeppninni.
  4. gr.
    Leikmaður ræður af hvaða teig hann leikur og tekur leikforgjöf hans mið af því. Nota skal grunnforgjöf eins og hún er, þegar leikur fer fram við útreikning leikforgjafar, þó með hámarksgrunnforgjöf skv. 1. gr. Forgjöf nýtist í samræmi við forgjafarröð vallarins. Sé annar leikmaður t.d. með 10 í forgjöf en hinn 18, fær forgjafarhærri leikmaðurinn forgjöf á hinn leikmanninn á holum 1-8 í forgjafarröð.
  5. gr.
    Í hverri umferð í holukeppninni eru leiknar 18 holur. Leika skal til úrslita í hverjum leik. Verði leikmenn jafnir eftir 18 holu leik skal leikið áfram og fyrsta unnin hola ræður úrslitum.
  6. gr.

Ekki er leyfilegt að blanda saman leikformum, þannig mega keppendur ekki taka þátt í Mánudagsmótaröðinni eða keppa í punktakeppni þegar þeir leika í holukeppninni. GKG leggur áherslu á að halda uppi leikhraða á völlum sínum. Það breytir þó ekki þeirri reglu holukeppni að ávallt eigi sá leikmaður, sem fjær er holu að leika á undan. Leikmaður getur þó samþykkt að keppinautur hans leiki á undan, þótt sá sé nær holu, hafi keppinautur stungið upp á því að fyrra bragði.

  1. gr.
    Mótanefnd ákveður lokafresti til að ljúka hverri umferð holukeppninnar og tilkynnir það í mótaskrá og á auglýsingatöflu. Keppendur í holukeppni koma sér saman um hvenær þeir kjósa að leika hverja umferð fyrir þann lokafrest. Geti keppandi ekki leikið, eða mæti hann ekki til leiks á tilskildum tíma hefur hann tapað leik sínum. Mæti hvorugur keppenda til leiks fyrir lokafrest til að ljúka umferð falla þeir báðir úr keppninni. Ef leikmenn geta ekki komið sér saman um leiktíma, geta þeir leitað til mótstjóra um milligöngu.
  2. gr.
    Verðlaun verða veitt fyrir fyrstu þrjú sætin í hvorum flokki. Sigurvegarar í hvorum flokki hljóta titilinn Holumeistari karla og Holumeistari kvenna. Holumeistararnir leika til úrslita um titilinn Holumeistari GKG. Titlinum Holumeistari GKG fylgir farandgripur.

Garðabæ,
5. maí 2024

*Í karlaflokki eru sex umferðir sem hefjast á eftirfarandi dagsetningum:

5. júní
19. júní
3. júlí
24. júlí
14. ágúst
28. ágúst

*Í kvennaflokki eru fimm umferðir sem hefjast á eftirfarandi dagsetningum:

5. júní
3. júlí
24. júlí
14. ágúst
28. ágúst

Keppendur þurfa að hafa lokið við umferðina deginum áður en ný umferð hefst.

Úrslitaleikir um 1., 2. og 3. sætið fara svo fram þann 7. september og verður fagnað um kvöldið með keppendum Liðakeppninnar og VITA Mánudagsmótaraðarinnar.

*Miðað er við skráningarfjölda s.l. ára.

Holukeppni GKG hefur þróast í gegnum árin og var til að byrja með keppt einungis um Holumeistaratitil klúbbsins. Til þess að auka þátttöku kvenna var keppninni skipt í karla- og kvennaflokk árið 2019 og jókst þátttaka kvenna til muna. Árið 2020 var flokkur kvenna og karla, en sigurvegarar úr hvorum flokki keppa nú um titilinn Holumeistari GKG á lokadegi mótahalds GKG þar sem úrslitaleikir Liðakeppninnar og Holukeppninnar fara fram, auk verðlaunahátíðar um kvöldið. 

ÁrSigurvegari
1994Róbert Björnsson
1995Ívar Hauksson
1996Ólafur Skúlason
1997Kjartan Gústavsson
1998Guðrún G. Sigurþórsdóttir
2000Guðmundur Ólafsson
2001Árni Gunnarsson
2002Eyjólfur Kristjánsson
2003Gestur Gunnarsson
2006Jórunn Pála Jónasdóttir
2011Gunnlaugur Sigurðsson
2012Sigurfinnur Sigurjónsson
2013Aðalsteinn Ingi Magnússon
2014Jón Gunnarsson
2015Eggert Ólafsson
2016Elísabet Böðvarsdóttir
2017Einar Þorsteinsson
2018Irena Ásdís Óskarsdóttir
2020Ásta Kristín Valgarðsdóttir
2021Heiðrún Líndal Káradóttir
2022Sigurður Benediktsson
ÁrHolumeistari kvennaHolumeistari karlaHolumeistari GKG
2019Irena Ásdís ÓskarsdóttirVignir Þ. HlöðverssonIrena Ásdís Óskarsdóttir
2020Ásta Kristín ValgarðsdóttirGarðar ÓlafssonÁsta Kristín Valgarðsdóttir
2021Heiðrún Líndal KarlsdóttirJón Arnar JónssonHeiðrún Líndal Karlsdóttir
2022Jóhanna Ríkey SigurðardóttirSigurður BenediktssonSigurður Benediktsson
2023Guðrún M. BenediktsdóttirArnór ÁrnasonArnór Árnason