Meistaramót GKG fer fram dagana 6.-12. júlí 2025
Upplýsingar sem hér fylgja eiga við Meistaramótið 2025. Allar upplýsingar um mótið 2025 sem haldið verður 6.-12. júlí koma á vordögum.
Meistaramótið er hápunkturinn í mótahaldi klúbbsins, en mótið stendur yfir í 7 daga, þar sem keppt er í alls 22 flokkum, allt frá meistaraflokkum til 5. flokks, frá börnum 10 ára og yngri, til 70 ára og eldri. Sannkölluð golfhátíð.
Meistaramótinu lýkur með lokahófi og verðlaunaafhendingu í kjölfar lokahrings á laugardegi þar sem félagsmenn eiga góða kvöldstund saman.
Sumir flokkar leika í 3 daga frá sunnudegi til þriðjudags, meðan aðrir leika í 4 daga frá miðvikudegi til laugardags. Dagskrá flokka og aðrar upplýsingar er hægt að skoða á tenglum hér á síðunni.
Staðan í Meistaramóti GKG Mýrin U14, U12, U10
Staðan í Meistaramóti GKG Mýrin 70+ og háfgj.
Staðan í Meistaramóti GKG 2024 allir aðrir flokkar
Mótstjórn 2024 skipa: Ragnheiður Stephensen mótsstjóri, Agnar Már Jónsson, Bergsveinn Þórarinsson, Úlfar Jónsson