Keppnisskilmálar
Meistaramót GKG 2024
Fyrirkomulag
Mótið er flokkaskipt innanfélagsmót. Leikinn er höggleikur í öllum flokkum nema í 3. og 4. flokki kvenna ásamt 4. og 5. flokki karla, þar er leikin punktakeppni með fullri forgjöf. Varðandi teiga og fjölda leikinna hringja er vísað til Dagskrá og flokkar.
Athugið
- 3. flokkur karla leikur fyrsta hringinn á Mýrinni (2×9 holur) og Leirdal eftir það.
- Eingöngu er heimilt að leika í einum flokki í mótinu. Undantekningu hafa þau sem keppa í unglingaflokkum og hafa keppnisheimild í meistaraflokki.
Í öldungaflokkum 50+ og 65+ er keppt í tveimur flokkum, höggleik án forgjafar og höggleik með forgjöf.
Keppt er í flokki 70+ á Mýrinni í kvenna og karlaflokki. Leikin er punktakeppni með fullri forgjöf.
Keppt er í háforgjafarflokki, 40,1-54 á Mýrinni í kvenna og karlaflokki. Leikin er punktakeppni með fullri forgjöf.
Í barna- og unglingaflokkum er keppt í flokkum 10 ára og yngri í punktakeppni en 12 ára og yngri og 13-14 ára í höggleik með og án forgjafar. Í flokki 15-16 ára er keppt í höggleik án forgjafar.
Ath. í öllum flokkum sem spilað er með forgjöf (höggleikur og punktakeppni) getur keppandi tekið upp bolta sinn þegar komin eru 10 högg á holu og skráð 10 á holuna. (Ath. þá er viðkomandi ekki lengur í keppni án forgjafar).
Þátttökuréttur
Mótið er opið öllum meðlimum GKG með löglega forgjöf. Lögleg forgjöf er þegar þátttakandi hefur skilað a.m.k. átta gildum hringjum til forgjafarútreiknings á síðustu 24 mánuðum fyrir mótsdag. Undantekning frá þessari reglu er gagnvart flokkum 14 ára og yngri og háforgjafaflokki.
Forgjafarmörk flokka má sjá í Dagskrá og flokkar og ræðst þátttökuréttur í flokk af þeirri forgjöf sem kylfingur er með þegar rástímar eru birtir.
Heimilt er að færa sig upp um flokk, t.d. úr 2. flokk upp í 1. flokk svo framarlega sem forgjöf er innan við 2,5 frá efri flokknum. Þó er ekki heimilt að spila í Meistaraflokki nema viðkomandi hafi forgjöf til. Ef kylfingur færir sig á milli flokka sem keppa í punktakeppni, þá breytist forgjöf hans í hærri mörk forgjafarflokksins sem hann færir sig upp í.
Aðeins er heimilt að keppa í einum flokki í mótinu. Börn og unglingar yngri en 17 ára (fædd 2008 eða yngri) hafa ekki leikheimild í fullorðinsflokkum nema þau sem hafa þátttökurétt í meistaraflokki. Þátttökuréttur í meistaraflokki er sá sami og í Stigamótaröð GSÍ, þ.e. hámark fgj. 5,5 hjá körlum og 8,5 hjá konum.
Mótsstjórn hefur heimild til að takmarka skráningu í einstaka flokka við hámarksfjölda. Jafnframt áskilur mótsstjórn sér rétt til að sameina flokka ef skráning er dræm.
Bílar eru ekki leyfðir í almennum flokkum án heimildar mótsstjórnar en eru heimilaðir í öldungaflokkum.
Niðurskurður
Niðurskurður verður í þeim flokkum sem leika lokahring mótsins á laugardeginum 13. júlí ef þörf er á vegna fjölda þó ekki meiri en 20%. Niðurskurður verður miðaður við að fjöldi keppenda og þeir kylfingar sem eru jafnir seinasta sæti sem kemst í gegnum niðurskurð komast einnig áfram á lokahring. Niðurskurður verður kynntur þegar lokað hefur verið fyrir skráningu í mótið.
Mótsgjald
Skal hafa verið greitt við skráningu í mótið í GolfBox.
Verðlaun
Veitt eru verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í hverjum flokki.
Í meistaraflokki karla og kvenna er keppt um farandbikarana klúbbmeistari karla og kvenna.
Í öðrum flokkum er keppt um farandbikarana flokksmeistari karla og kvenna.
Í barna og unglingaflokkum er veittur farandbikar fyrir besta skor, veitt eru verðlaun fyrir efstu þrjú sæti í höggleik og höggleik með forgjöf. Þetta á ekki við um flokk 10 ára og yngri þar sem keppt er eingöngu í punktakeppni.
Verðlaunaafhending fer fram á lokahófi mótsins sem fer fram laugardaginn 13. júlí. Fyrir flokka 16 ára og yngri verður verðlaunaafhending þriðjudaginn 9. júlí.
Jafntefli leyst
Verði tveir eða fleiri jafnir í verðlaunasæti í höggleik skulu þeir leika bráðabana til úrslita. Verði tveir eða fleiri jafnir í verðlaunasæti í punktakeppni, eða höggleik með forgjöf, þá vinnur sá keppandi sem hefur fleiri punkta eða færri nettó högg á síðustu 36 holunum. Ef það dugar ekki þá gilda síðustu 18, þá síðustu 9, 6 og síðustu 3 holurnar og loks síðustu holu. Ef enn er jafnt skal varpa hlutkesti.
Leikhraði
Hámarkstími til að ljúka umferð er 4 klst og 7 mín fyrir þriggja manna ráshóp. Sjá annars almenna keppnisskilmála um leikhraða.
Mótsstjórn
Ragnheiður Stephensen mótsstjóri, Agnar Már Jónsson, Bergsveinn Þórarinsson og Úlfar Jónsson