Reglur fyrir VITA – Mánudagsmótaröð GKG 2025
1.gr
Um mótið
VITA-Mánudagsmótaröð GKG er punktamót fyrir félagsmenn GKG (innanfélagsmót) þar sem leiknir eru allt að tólf (12) 18 holu hringir á Leirdalsvelli. Keppt verður í karlaflokki og kvennaflokki um titlana Mánudagsmótameistari karla og Mánudagsmótameistari kvenna hjá GKG.
2.gr
Keppnisréttur og hámarksforgjöf
Aðeins félagar í GKG hafa keppnisrétt í punktamótinu. Hámarks leikforgjöf er 36 hjá körlum og konum.
3.gr
Fjöldi hringja
Hver leikmaður getur leikið allt að 12 hringi og 4 bestu hringirnir telja.
4.gr
Skráning og vikudagar
Lokafrestur til skráningar er klukkan 23:59 á sunnudagskvöldi, en keppt er á mánudögum. Ekki er hægt að taka þátt í mótinu ef skráningarfrestur er liðinn. Engar undantekningar eru á þessu.
Skráning fer þannig fram að viðkomandi skráir sig í Golfbox í mótið og greiðir fyrir þátttökuna með korti.
Kylfingar nota eitt af sínum “tókenum” til að bóka rástíma í hvert mót fyrir sig.
Hægt er að spila hvenær sem er innan rástímaglugga dagsins (07:00-22:00.
5.gr
Teigar og forgjöf
Leikmaður ræður af hvaða teig hann leikur og tekur leikforgjöf (vallarforgjöf) hans mið af því. Notuð verður grunnforgjöf eins og hún er í Golfbox þegar leikur fer fram, við útreikning leikforgjafar, þó með hámarksleikforgjöf skv. 2.gr.. Skylt er að leika af þeim teigum sem leikmaður er skráður á hverju sinni. Þeir sem leika af röngum teigum eða skila skorkorti með rangri forgjöf fá frávísun á þann hring.
6.gr
Skorkort
Fyrir mót fá keppendur tölvupóst með hlekk á skorkortaskráningu. Áður en farið er út að spila skal keppandi sækja skorkort í verslun GKG þar sem starfsmaður verslunar mun staðfesta teiginn með keppanda.
Að leik loknum fara keppendur yfir skor hvors annars. Krafa er gerð um að undirrituðu skorkorti sé skilað eigi síður en klukkan 12:00 daginn eftir mót. Skorkortum skal skilað til starfsfólks proshop, en ef búið er að loka hjá þeim er hægt að senda mynd af undirrituðu skorkorti á mótsstjóra eða setja skorkortið í skorkortakassa sem er staðsettur við aðalinngang neðri hæðar Íþróttamiðstöðvar. Keppandi skal leika hvern hring með að minnsta kosti einum öðrum leikmanni til þess að hringurinn teljist gildur. Sá leikmaður þarf þó ekki að vera keppandi.
7.gr
Úrslit
Fjórir bestu hringir leikmanns í mótinu telja til úrslita.
Staðan í lokaumferðinni verður ekki birt fyrr en allir kylfingar mótsins hafa klárað umferðina.
8.gr
Jafntefli leyst
Ef tveir keppendur eða fleiri deila verðlaunasæti skulu þeir leika saman 18 holu umspil þegar Lokamót keppnishalds GKG fer fram. Hærra punktaskor ræður úrslitum. Ef enn er jafnt gilda seinustu 9, 6, 3 og loks lokaholan. Ef enn er jafnt skal varpa hlutkesti.
Ef leikmaður er hluti af öðrum úrslitaleik sem fer fram í Lokamóti keppnishalds skulu aðilar finna tíma sem hentar. Sá tími skal fara fram áður en Lokamót keppnishalds fer fram. Ef ágreiningur er um spilatíma skal mótsstjórn ákveða tíma sem spilað skal á.
10.gr
Sigurvegarar og verðlaun
Sigurvegarar VITA – Mánudagsmótaraðar GKG ár hvert hljóta titlana Mánudagsmótameistari kvenna og Mánudagsmótameistari karla og fylgja titlunum farandgripir. Einnig hljóta punktameistarar verðlaunagripi til eignar. Verðlaun verða veitt fyrir fyrstu þrjú sætin í hvorum flokki, karla og kvenna.
Sigurvegarar hljóta að launum sæti í golfferð GKG á vegum VITAgolf.
Verðlaunaafhending fer fram í lokahófi innanfélagsmóta GKG.
Mótsstjórar 2025 eru Sigfinnur Helgi Gunnarsson, Daníel Aron Gunnarsson og Úlfar Jónsson.